Goðasteinn - 01.09.2013, Page 196
194
Goðasteinn 2013
Það voru margir sem lögðu henni lið og léttu undir með henni, þegar elli
kerling fór að herða tökin, og aðstoðuðu hana við þessi daglegu viðvik, sem
gerðu það að verkum að hún gat verið sjálfstæð, því hún lagði áhersu á að vera
það og sjálfri sér nóg, og veitandi á sínu heimili. Og það var hún til hinstu
stundar.
En kallið kemur stundum skyndilega og þó unnur hafi fundið til vanheilsu
um skeið, þá bar andlát hennar óvænt að. Hún lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 23.
mars 2012. Útför hennar fór fram frá Árbæjarkirkju 7. apríl 2012.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Þorsteinn Sigurðsson
Þorsteinn Sigurðsson fæddist á Kúfhól í Austur-
landeyjum 7. júní 1923. Foreldrar hans, sem þar
bjuggu, voru hjónin Guðríður Ólafsdóttir frá Kirkju-
landi í sömu sveit, og Sigurður Þorsteinsson frá Berg-
þórshvoli í Vestur-landeyjum, og var Þorsteinn næst-
elstur níu barna þeirra. Eldri var iðunn ingibjörg en
hin yngri þau Ólafur, Bergþór, ingunn, Soffía, Auður,
Guðrún lára og Hjördís. Auk Þorsteins eru þau ið-
unn, Auður, Soffía og Ólafur fallin frá
Þorsteinn fæddist ekki inn í efnalegt ríkidæmi,
frekar en neitt þeirra systkina, en samheldni og ástríki foreldranna reyndist hon-
um haldgott veganesti, ásamt þeirri kunnáttu til allra búverka sem rann honum
í merg og bein. Á það reyndi ekki síst þegar erfið veikindi hrjáðu foreldra hans
báða um tíma meðan hann var enn á unglingsaldri, en þau komust blessunar-
lega til heilsu á ný og bjuggu á Kúfhól lengi síðan, eða til 1965. Bæði lifðu þau
fram á gamals aldur; Sigurður lést 88 ára 1974 og Guðríður féll frá vorið 1990
á 94. aldursári.
Þorsteinn hleypti heimdraganum um tvítugt og fór til sjós á vetrum en vann
heima að búi foreldra sinna yfir sumartímann. Hann hóf nám í málaraiðn en
varð frá að hverfa sökum óþols fyrir málningarefnum, og vann ýmis störf næstu
ár. Hann hóf leigubílaakstur hjá Hreyfli árið 1947, og hafði hann að aðalstarfi í
nær hálfa öld, til 1994. Hann hvíldi sig frá akstrinum af og til og greip í önnur
störf, vann m.a. við byggingu Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði á 6. áratugnum, og
fór á sjó fáeina túra á flutningaskipi Eimskipafélags Reykjavíkur, Öskju, áratug
síðar, og sigldi víða um höf.