Jólapósturinn - 01.12.1948, Page 6

Jólapósturinn - 01.12.1948, Page 6
Ingólfur Gíslason, læknir: Þá var öldin önnur ^UMSTAÐAR úti um heiminn er það ^ svo, að fólkinu þykir ekkert sér- lega vænt um sólina; þykir hún hita of mikið, brenna og stinga, svo menn flýja í skjól eða skýli, þar sem hún nær síður til, og verða fegnir þegar hún steypir sér niður í vestrinu. En hér hjá okkur er öðru máli að gegna, hér er blessuð sólin okkar mesta uppáhald og okkur fellur illa, þegar hún fer að lækka á loftinu á sumrin og svo næst- um skilja okkur eftir í kulda og myrkri, þegar árið fer að líða. Við hlökkum náttúrlega til jólanna, vegna helgi hátíðarinnar, og líka vegna þess, að æskuminningarnar eru okkur ríkar í huga, þar sem jólin glitra eins og geisli í dimmu vetrarins, og svo er það eitt enn, sem við vitum af reynsl- unni, að það er eins og jólin hnippi í sólina, knýi hana til að fara að hugsa um okkur aftur og nálgast okkur smátt og smátt, til þess að breyta vetri í vor og sumar. Ég hefi sagt í heyranda hljóði nokkr- ar ferðasögur, lýst erfiðum vetrarferð- um, þegar ég varð að stríða við óveður, óférrð og allskonar hindranir, til þess að komast til sjúklinga. En það var ekki alltaf vetur; það kom auðvitað vor á suðausturlandi, og það fullt svo skemmtilegt vor sem hér suðvestan- lands. Hér getur komið vorveðrátta nokkra daga á sjálfum þorranum, þeg- ar þó, eftir öllum guðs og manna lögum á að vera vetur. En norðaustanlands var — á minni tíð þar — hvítur vetur fram undir marzlok og máske lengur, en svo kom vorið með sólskini og sunnanvindi, Sólskinið er nú líkt þar og hér, en sunn- an- eða suðvestanvindarnir eru þar allt öðruvísi. Þeir eru nýmjólkurvolgir og klappa eða strjúka manni um vanga, eins og hlýjasta jómfrúhönd. Snjórinn bráðn- ar á nokkrum klukkutímum, lækirnir verða eins og æringjar, trylla árnar, svo þær komast í jötunmóð, sprengja af sér ís og önnur bönd og slengja sér svo í faðm sjávarins með allt saman. Ég stóð einu sinni hátt uppi í hlíð og horfði á þennan hrikaleik, sem varð tröllslegri vegna þess, að hafísinn, sem hafði legið á firðinum margar vikur og unað þar vel hag sínurn, tók nú allt í einu viðbragð, deildist í ótal jaka, sem þeyttust út fjörðinn, hver í kapp við annan, rákust af heljarafli hver á ann- an, og svo á kletta og sker, en létu það ekki á sig fá. Það var eins og þeim lægi nú allt í einu lífið á að kom- ast eitthvað suðaustur í höf. Ég held, að þeir hafi ekki sjálfir vitað hvert né hvaða örlög þeim voru búin, en ein- kennilegri og stórfelldari sjón hefi ég aldrei séð á æfi minni. Enginn saknaði þeirra, en allir fögnuðu því að sjá aft- ur hreina, sviphýra fjörðinn og svo, er til landsins var litið, blómlega nýgræð- 4

x

Jólapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.