Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 11

Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 11
Níels Dungal: Sitt af hverju frá Ameríku T^INS og allir vita, er Ameríka land ^ þægindanna, þar sem rafmagnsvélar vinna eldhúsverkin, þar sem stigarnir bera mann sjálfir upp og þar sem til stendur að láta gangstéttirnar hreyfast, svo að maður geti tekið stól með sér út á götuna, sezt í hann og látið ber- ast þangað sem maður vill. I Ameríku er félag, sem kennt er við Gídeon, sem hefir gert sér að skyldu að gefa biblíu á hvert einasta hótelher- bergi í landinu, og þau eru mörg! Þeg- ar maður opnar þessa biblíu, rekur mað- ur strax augun í, hve vel hún er úr garði gerð til að auka á þægindi hótel- gestsins. Framan við hana er nefnil. stórt registur yfir allt, sem að einum manni getur amað og við öllu er ráð eða a.m.k. hughreysting í biblíunni. Ef businessinn gengur illa, á maður að fletta upp í þessum kapítula og þessu versi á þessari blaðsíðu, ef maður er veikur eða þunglyndur, á öðrum til- teknum stöðum o. s. frv. Og sem dæmi um hve langt þægindin geta gengið, heyrði ég sögu af manni, sem kom upp á hótel og fór að blaða í biblíunni, ekki af því að neitt sérstakt amaði að hon- um, en honum fannst nú vissara samt að fara yfir allt registrið og sjá hvort hann fyndi nú ekkert, sem við sig gæti átt. Jú, þarna var ein fyrirsögn: ,,Ef þú ert einmana." Hann var greinilega einmana í ókunnugri borg, svo að hann flettir upp og les. Þegar hann er búinn með kaflann, sér hann að eitthvað er skrifað á spássíuna, þar sem kaflinn endar. Og þar les hann: ,,Ef þér eruð enn einmana, þrátt fyrir lesninguna, skuluð þér hringja í 2366 og spyrja eftir Mary.“ Þetta var nú víst ekki meiningin hjá þeim, sem borguðu biblíurnar, því að þeir herrar eru býsna strangir í sið- unum. Texas. í Texas er einn af stærstu ríkishá- skólum Bandaríkjanna, í Austin. Stjórn Texasríkis hefir gripið svo mjög inn í stjórn háskólans, aðallega í gegnum embættaveitingar, að þegar hún fór ný- lega fram á það, að allir prófessor- arnir við háskólann undirskrifuðu yfir- lýsingu um það, að akademisku frelsi væri vel borgið, fengust aðeins 115 til að skrifa undir, en 253 neituðu. Texas er, þrátt fyrir allan sinn auð og stærð, það ríkið sem minnst hefir lagt til menningarmála í landinu. En Texas er, þrátt fyrir þetta, stærsta og eitthvert merkasta ríkið í Banda- ríkjunum. Og þótt margt sé stórt í Ameríku, þá er allt stærst í Texas, a. m.k. þegar Texasbúi segir frá. Þar á maður einn svo stóra jörð, að það er hægt að sigla 65 kilómetra á einu fljóti, án þess að fara út yfir landamæri hans. Og þeir þar suður frá segja, að enginn sé talinn maður með mönnum, sem hafi hlið sitt skemmra en átján mílur frá forstofudyrunum.

x

Jólapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.