Jólapósturinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 17

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 17
I JÓLAPÓSTURINN ★ ★ ★ en þeir hluthafar, sem áttu hlutabréf sín í 16 ár og seldu ekki fyr en 1919 fengu 500.000 dollara fyrir hvert hluta- bréf. En þó að bílaframleiðendurnir séu ríkir, þá eru það ekki auðugustu fyrir- tæki Bandaríkjanna. General Motors er t. d. ekki nema þrettánda í röðinni. Fyrst kemur Metropolitan Life Inc. Co., sem er talið eiga 6.500 milj. dollara og næst þar á eftir Bell Telephone með yfir 6000 milj. Síðan koma önnur trygg- ingarfélög og bankar. Alls munu vera um eða yfir 40 fyrirtæki sem eiga yfir 1000 milj. dollara. Coca-Cola er eitt þeirra. Af öllum hlutabréfum standa þess hlutir hæst á kauphöllinni í New York, allt af yfir þúsund dollara hvert bréf, sem upp- runalega mun hafa kostað $5.00. Ailt er þetta byggt á uppskrift eins apótek- ara, sem seldi reseptið fyrir nokkura tugi dollara, en sá sem keypti seldi nokkurum árum seinna fyrir 25 millj. dollara og hélt hann hefði prettað kaup- andann, sem græddi þá upphæð marg- falda á nokkurum árum. I Atlantaborg einni er sagt að nú sé yfir þúsund miljónamæringar, sem allir hafi grætt allan sinn auð á Coca Cola. En svo er líka nokkuð sem kalla má dökku hliðina á Ameríku. Þrátt fyrir allan þennan auð og alla landsins vel- sæld, sem tvímælalaust er meiri en í nokkru öðru landi, eru til ríki eins og Gleðileg jól! Gamla Kompaníið. h.f. Alabama, þar sem salerni vantar á 78.000 heimili. Mississippi, sem einnig er mikið negraríki, hefur svipaða sögu að segja. I þessum ríkjum er mikil fátækt ríkjandi. Meðaltekjur á mann í Mississippi er aðeins 556 dollarar á ári og allur þorrinn lifir við kjör, sem eru svo aum, að hundalíf er hátíð saman- borið við það. Ég ætla ekki að fjölyrða um negra- málið í Ameríku. Það er sennilega stærsta og mest aðkallandi vandamál þjóðarinnar. En ung negrastúlka var á sínum tíma spurð um, hvað hún vildi láta gera við Hitler, þegar stríðinu væri lokið. „Mála hann svartan og senda hann til Ameríku“ svaraði hún. Þetta stutta svar lýsir líðan negranna betur en mörg orð frá mér gætu gert. Annars er bezta lýsingin, sem til er á kjörum negranna í Ameríku, í bók upp á 1000 síður eftir sænskan hagfræðing að nafni Gunnar Myrdal, sem vann þetta verk fyrir Carnegie Foundation. Þar kvað vera ótæmandi fróðleik að finna um negrana og margt Ijótt sem haldið hefur verið í þagnargildi og hingað til ekki komið fram opinberlega. Þessi Gunnar Myrdal varð verzlunarráð- herra Svía eftir síðustu styrjöld og var ekki laust við að Ameríkumönnum gremdist er hann lét það verða eitt sitt fyrsta verk að gera stórkostlegri verzi- unarsamning við Rússa, en Svíar hafa nokkurntíma gert og setti í raun og Gleðileg jól! H.f. Kol & Salt. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jólapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.