Jólapósturinn - 01.12.1948, Síða 21

Jólapósturinn - 01.12.1948, Síða 21
JÓLAPÓSTURINN ekki sérlega viðskotaillir, lögregluþjón- arnir, því að þeir létu sér nægja að dangla kylfunum í óæðri endann á hin- um brosmildu blökkumönnum og allir virtust þeir perluvinir, þrátt fyrir vopna- burðinn og patið. Sumir tóku það fanga- ráð að steypa sér í sjóinn og köfuðu eftir ,,dimes“ og „nickels“, en svo nefna Bandaríkjamenn 10- og 5-centa peninga. Virtist farþegum vel skemmt við þetta, enda voru þetta hinir röskustu sund- menn og ekki amalegt að busla þarna í hlýjum sjónum. Upp frá bryggjunni lá langur garð- ur að „meginlandinu“, ekki ósvipað því, sem hér er við Ægisgarð í Reykjavík. Þarna lágu landsins börn og sleiktu sól- skinið og létu jól vera jól og hverjum degi nægja sín þjáning. Skrítið fannst mér, að þeir ávörpuðu flesta okkar ,,captain“, en þetta virtist vera alveg sérstakt virðingarheiti, sem svertingj- arnir í Port-au-Prince, og raunar víðar þar syðra, eiga í fórum sínum. Skiptir engu máli, hvort maðurinn, sem ávarp- aður er, sé einkennisklæddur, hvað þá heldur að hann kunni skil á siglinga- fræði. „Captain“, það var lóðið. Ferð okkar félaganna upp bryggjuna var heitið í eitthvert skuggsælt veit- ingahús, þar sem hægt væri að fá sér glas af köldu öli og — ræða um jólin. Ö1 er yfirleitt ekki notað sem áfengur drykkur, ef svo mætti segja, í hitabelt- inu, það er svaladrykkur, enda brugg- Gleðileg jól! Ræsir h.f. aðar sérstakar öltegundir fyrir hitabelt- islöndin. Útgufunin er mikil, menn svitna ofboðslega og þurfa helzt alltaf að vera að þamba eitthvað. Slíkt öl er léttara og talsvert öðruvísi en það, sem tíðkast á Norðurlöndum eða á Bret- landi. Skammt upp af bryggjunni var breið gata og sölubúðir á báða vegu. Þar mátti sjá bústnar kerlingar leiða asna, klyfj- aða grænmeti og ávöxtum, þar sátu skósmiðir við vinnu sína, aðrir sátu flötum beinum í sólskininu og sneru vindla. Þá voru þar kaffihús, eða ölsval- ir, það er að segja þar var þak, en engir veggir, þar sem vegfarendur gátu farið inn og fengið sér svaladrykk. Við fengum okkur bifreið og báðum bílstjór- ann að aka okkur upp fyrir bæinn, upp í hæðina fyrir ofan. Þar hafði okkur verið sagt, að væri fyrirtaks veitinga- hús, skammt frá þinghúsi eyjarskeggja. Jú, — hann hélt nú það. I hvelli, eins og þar stendur. Bíllinn var opinn, eins og ávallt í hitabeltislöndunum. Og hann ók af stað. Við virtum fyrir okkur fólk- ið á götunum, byggingarnar, sem voru næsta fornfálegar, flestar hverjar, töl- uðum um hitann og leiðindin og ýmis- legt, sem Norðurlandabúum dettur í hug, þegar maður ferðast í ókunnu um- hverfi. En ósköp var maðurinn lengi á leiðinni, hugsuðum við. Svo fór ég að athuga minn gang svolítið betur. Þá kom það á daginn, að maðurinn ók í Gleðileg jól! Verzlun O. Ellingsen h.f. 19

x

Jólapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.