Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 22

Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 22
k k k JÓLAPÓSTURINN k k hring. Hann hélt, að við tækjum ekkert eftir því, hvert farið væri og ætlaði að vinna sér inn þægilegan aukaskilding. Ónei, maður minn, sögðum við, þú ekur þarna upp eftir og búið með það. Þeir, sem með mér voru, voru engir „jóla- sveinar", þeir höfðu komið út fyrir land- steinana áður. Svo var okkur skilað á okkar stað, en maðurinn fékk samt það, sem hann setti upp; sjómenn eru aldrei fyrir það gefnir, að ,,prútta“ um smá- vegis, en fyrst var maðurinn skamm- aður duglega. Svo stigum við út úr bifreið okkar og fórum inn í veitingahúsið. Þar var svalt inni. Stórar ,,viftur“ eða blævæng- ir, eins og sagt myndi á betri íslenzku, gerðu loftið hressandi og fjörgandi. Við báðum um bjór, kaldan bjór, enda var ofboðslega heitt úti. Við fengum ískæld- an bjór, frá Bremen í Þýzkalandi. Við báðum um eldspýtur og fengum sænsk- ar eldspýtur frá Norrköping. Og þetta var á Haiti í Vestur-Indíum. ÍÉg fór að hugleiða með mér, að samskipti þjóða væru sennilega engin vitleysa. Aðrar álíka gáfulegar hugmyndir voru að brjótast í kollinum á mér. Þarna inni var heljarmikill radíó-grammófónn. Við báð- um um lag á fóninn. Eftir andartak mátti heyra tónana af „Heims um ból“ hljóma þarna um þetta veitingahús, á Haiti, í ofsahita og innan um pálmatré. Mér varð einhvern veginn órótt innanbrjósts. Mig langaði heim. Ekki af því, að ég Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár! Gísli J. Johnsen. nyti ekki ferðalagsins, en einhvernveg- inn fannst mér, að þetta lag, þótt það sé engan veginn íslenzkt, ætti svo vel við heima á Íslandi, þar sem jólatrén glitra, snjórinn breiðist yfir landið, þeg- ar maður finnur lyktina af hangikjöt- inu góða og segir „gleðileg jól“ á máli sem manni er tamt. En bara ekki þarna, í steikjandi hita. Þetta var einhvernveg- inn svo óeðlilegt. Við sátum þarna góða stund, þriðji stýrimaður, 2. loftskeytamaður og ég, — en við vorum að jafnaði mest saman, þegar við fórum eitthvað í land. Við röbbuðum um jólasiði og annað, sem manni dettur í hug á aðfangadag jóla. Þeir töluðu um jólin .heima í Noregi og ég lagði orð í belg um jólin heima á íslandi. En tíminn leið. Við urðum að fara. Svo náðum við okkur aftur í bif- reið og ókum niður að bryggju, um sölu- torgið, múlasna, betlarana og öskuhaug- ana, og fórum um borð, því nú átti að halda áfram. Frá Port-au-Prince áttum við að fara til Jamaica, til Kingston, sem er aðal- borgin á þeirri eyju. En á jólanóttina sjálfa áttum við að vera á sjónum. All- ir kviðum við fyrir jólanóttinni. Svo var nefnilega mál með vexti, að ákveðið hafði verið að sýna farþegunum dálítið, sem kallað var á prentaðri skrá, sem var útbýtt meðal þeirra, að nú skyldu þeir fá að sjá nokkuð sem nefnt var „Christ- mas Eve Festival Dansant“. Það er að Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár! Sanitas h.f. 20 4

x

Jólapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.