Jólapósturinn - 01.12.1948, Page 28

Jólapósturinn - 01.12.1948, Page 28
JÓLAPÓSTURINN Jólamatur var líkur um flest og nú er. Rjúpur og hangikjöt var alltaf haft um jólin. Sjálfsagt hefur verið slátrað einhverju, nautum eða kindum, en ís- hús voru þá ekki til og komu ekki fyrr en milli 1890 og 1900. Var þá mikið lifað á saltkjöti og saltfiski á veturna, eins og tíðkaðist í sveitunum og raunar víða annarsstaðar, áður en farið var að geyma í ís. Pabba þótti alltaf ákaflega hátíðlegt að fara í kvöldsöng á aðfangadag og gamlárskvöld. Vildi hann þá gjarnan hafa eitthvað af stærri krökkunum með sér, en mamma var því mótfallinn, því troðningurinn var svo mikill, að stór hætta var að. Amma mín hafði einu sinni fengið svo mikið olnbogaskot í kirkjunni, eitt þessara kvölda, að hún lá eftir. Var því ekki von að mamma vildi eiga það á hættu að sleppa okkur börnunum þangað, meðan við vorum ekki fullvaxin. Eftir jólin hófust svo jólatrésskemmt- anir, í líkingu við það, sem enn tíðkast. Þá voru tvö skemmtifélög í bænum eða félög, sem héldu dansleiki. Var annað þeirra Reykjavíkurklúbburinn, sem al- menningur kallaði ,,Broddana“. En hitt var Verzlunarmannafélagið eða V. R., sem nú er kallað svo. Eitt sinn voru tvö verzlunarmannafélög og hét annað ,,Balletten.“ Verzlunarmenn voru ákaf- lega danskir í þá daga, enda voru marg- ir Danir meðal þeirra. Þetta félag mun hafa runnið saman við hitt félagið, en mér er ókunnugt um feril þess. Pabbi var í klúbbnum og fórum við börnin þangað á jólatrésskemmtanir. Einu ferðalagi á slíka skemmtun man ég eftir. Frændi minn, sem var hér í Latínuskólanum var fenginn til að herra mig á ballið. Ég var auðvitað á hvítum kjól, en var vafin innan í sjal, því að ég var fjarska lítil, en mold öskubylur var úti. Þegar ég ætlaði að reka nefið út úr sjalinu, þá saup ég hveljur, af storminum og bylnum. Þetta var ekki óvenjulegt um jólin, árin milli 1880 og 90, því að veðrið er ólíku betra á síðari árum en þá var. Oftast held ég að jólin hafi verið ,,hvít“ og urðu menn að vaða snjóinn í hné á milli húsa, en þetta þótti gott og sjálfsagt, enda voru flestir svo vel klæddir, að engin vand- ræði voru að þola það. Ekki þurfti að óttast kuldan inni í húsunum því að altaf voru ofnarnir i kappkyntir, minsta kosti var það svo heima hjá mér. Þar að auki hituðu kertin upp húsin á jólunum, því að þá voru engar rafmagnsperur á jólatrjám heldur bara kertaljós. Þau voru ekki síður fögur og yndisleg. En hættulegri voru þau auðvitað, ef þeirra var ekki vel gætt, en oftast mun hafa verið höfð aðgæzla á þeim því að mjög lítið var um það, að kviknaði í út frá jólatrjám. Að lokum klykktu svo blessuð jólin út með því að haldinn var álfadans á Gleðileg jól! Gleðileg jól! Raftækjaverzlun Litla blómabúðin. é Eiríks Hjartarsonar og Co. 26

x

Jólapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.