Jólapósturinn - 01.12.1948, Síða 29

Jólapósturinn - 01.12.1948, Síða 29
JÓLAPÓSTURINN k k k Tjörninni. Stóðu skólapiltar oftast að honum. Sjaldan stóð svo á að Tjörnin væri auð um jólin svo að ekki væri hægt að halda álfadans þar. En ef það kom fyrir, þá var farið út á mela í sam- bandi við hann. En stundum var brenn- an sjálfstætt fyrirtæki. Var hún oftast haldin á litlum grasbletti, rétt austan við Iþróttavöllinn. Brennan var oftast haldin á Þrettánd- anum eða rétt e?cir hann, ef veðrið var vont á sjálfan Þrettándadaginn. Eins og ég sagði áður var miklu minna bor- ið í allt á jólunum, þegar ég var barn en nú á síðari árum. En öllum ætti að vera það ljóst, að það eru ekki ytri að- stæður sem skapa hamingjuna, heldur það hugarfar, sem gleðst yfir því, sem fyrir það er fórnað. En í því liggur í rauninni listin að lifa, að geta notið þess góða og gleðilega og að geta borið erf- iðleikana með sæmilegu þreki. Það er því orða sannast, að þó að allt væri af skornum skamti þá, sem við höfum nú nægtir af, og ekkert væri í ríkara mæli þá en nú, nema snjór og ís. Byrjuðu jólin engu síður þá en nú að setja svipinn á lífið löngu fyrir fram og tunglið fór að skína svo hátíðlega, þegar það fann að jólin nálguðust og það er þessi hátíð hugans, sem bæði fyrr og síðar hefur gefið okkur gleðileg jól. Úr öllum áttum Fáir menn munu vera eins snarráðir og biðill sá, sem nú skal sagt frá. Hann var staddur langt úti á stöðuvatni á róðrarbáti með unnustu sinni og vænt- anlegri tengdamóður. „Hvorri okkar mundir þú bjarga,“ sagði móðirin, ,,ef bátnum hvolfdi?" Pilturinn svaraði umhugsunarlaust: „Ég mundi bjarga yður og deyja með henni.“ ★ I Egiptalandi þykir það hin mesta kurteisi að sötra kaffið og því hressi- legar sem sötrað er, því meiri nautn sýnir sá, sem drekkur. ★ I Norður-Afríku þykir sá maður dóni, sem fer, áður en húsráðandinn hellir í þriðja sinn í kaffibolla hans og hann þykir líka dóni, ef hann fer ekki, þegar hann er búinn úr þriðja bollan- um. ★ Þekktur leikari, sem kunnur var fyrir hnyttileg tilsvör, deildi við konu sína, sem var leikkona. Hún segir að lokum: „Hvernig getur þú talað þannig við mig, þegar ég hefi gefið þér sjö beztu ár lífs míns.“ „Guð sé oss næstur,“ svaraði leikar- inn, „voru þetta beztu árin þín?“ Gleðileg jól! Gleðileg jól! Eggert Kristjánsson og Co. h.f. Pétursbrú, Njádsgötu 106.

x

Jólapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.