Jólapósturinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 33

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 33
k k k JÖLAPÓSTURINN ungis hana. Ég varð svo glaður, að ég þreif upp veskið mitt, tók upp pundseðil og fékk þessari fallegu Messalínu, og sagði henni að kaupa fyrir hana jóla- köku handa „Pússí“, eða hvað hann nú hét þessi nefstutti kjölturakki, og áður en hún gat nokkru svarað var ég rokinn til móts við félaga mína. Ekki man ég hvað við borðuðum í þessum næturhrafnaveitingastað, enda var hugur minn við annað bundinn en mat. — Hún kvaddi herrann sinn þarna í sætinu, eins og ég hefði verið bróðir hennar, sem umtalað hefði verið að sækti hana þarna og fylgdi henni heim. Það hitnaði fljótt á gasarininum og við slöktum ljósin, svo að litla herbergið var baðað rauðum, hlýjum bjarma. — Hún var mjög ung og kröfuhörð, en hún kunni einnig að gefa. Það var eitt- hvað frumstætt við látleysi hennar. Hún var þarna kominn til þess að gefa mér allt, sem hún gat veitt mér, og hún fór ekki í felur með það. Hún gerði mig ölvaðan — ekki drukkinn eins og maður verður fyrir áhrif víns, heldur ölvaðan af fögnuði, á sama hátt og æskan ölvast af fegurð lífsins: sól og sumar — sjó og sunnanvindi. — Það var undursam- legt hve svo grannur líkami gat verið mjúkur . . . .“ „Hvað ertu að gaufa maður? Ætlarðu að láta mig bíða með matinn til morg- uns?“ Hann hrökk uppfrá lestrinum við þessa áminningu konu sinnar. Þessa áminningu, sem hann fékk reglulega tvisvar á dag. Hann flýtti sér að grípa gamalt dagblað, sem lá hendi næst á skrifborðinu, og leggja það yfir gömlu dagbókina, svo að sú gamla gæti ekki séð hvaða „bókmenntir" hann var að lesa. „Ja, hvað þetta er líkt þér, Albert. Siturðu ekki þarna lesandi vikugamalt dagblað og lætur matinn kólna! Já, það er eins og ég hef alltaf sagt, karlmenn- irnir nú á dögum hafa alltof lítið að gera! Þeir eru svo uppteknir af tóm- stundadútli, að þeir mega ekki vera að því að borða, hvað þá . . . .“ „Já, já, góða mín, nú er ég að koma!“ Svo vaggaði hún aftur fram í borð- stofuna eins og gömul skonnorta í góð- um byr fyrir fullum seglum. Hann brosti með sjálfum sér, þegar honum varð litið á baksvipinn og hugsaði til þess með ánægju hve nýju borðstofustólarnir væru breiðir — og blessuð kerlingin — o, jæja, það var nú ekki beint hægt að segja að hann væri heldur íþróttamanns- lega vaxinn lengur, ef út í það var farið. En guð minn, hver sem nú gæti gefið þeim gömlu hróum aftur eina nótt í London fyrir tuttugu árum .... ■k k -k Gleðileg jól! Gleðileg jól! Bakaríið Sveiim M. Hjartarson. Barónsbúð, Hverfisgötu 98. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jólapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.