Jólapósturinn - 01.12.1948, Page 47

Jólapósturinn - 01.12.1948, Page 47
Astríðufyllstu elskendur heimsins Þessi saga greinir frá ástum enska stórskáldsins og kvenna- gidlsins, Byrons lávarðar og lafði Caroline Lamb. \T ITFIRRTUR, vondur og hættu- ” ' legur viðkynningar", ritaði lafði Caroline Lamb í dagbók sína, er hún hafði hitt Byron lávarð í fyrsta sinn á dansleik vorið 1812. En þegar hann kom í heimsókn á heimili hennar, Mel- bourne House, þaut hún frá til þess að snyrta sig enn betur og sagði brátt: „Þetta fagra, föla andlit ræður örlögum mínum.“ Hann var 24 ára, orðinn frægur og uppáhald allra í London um þessar mundir fyrir snilligáfu sína. Hún var 3 árum eldri, kæn, geðrík, kona Williams Lamb, sem síðar varð annar lávarður af Melbourne og ráðgjafi hinnar ungu drottningar. „Það er beina- grind, sem ofsækir mig“, sagði skáid- ið um hana, en hún hafði breytzt úr spengilegri, ljóshærðri álfadís, er hann hafði þekkt frá því að þau voru börn, í svo horaða konu, að ekki þótti sam- rýmast kröfum tízkunnar þá. Samt gat hann ekki látið hjá líða að koma til Melbourne House. Hann kom á hverjum degi í herbergi Caroline, talaði um ferðir sínar og ævintýr og ræddi skáldskap. Hún kallaði hann ,,Conrad“ og hann kallaði hana „Med- oru“. Hún var svo frá sér numin af honum, að hún bauð honum skart- gripi sína. Meira að segja létu þau fram fara gerfi-,,hjónavígslu“, skiptust á hringum og bundust heiti í bók og rit- uðu undir: „Byron og Caroline Byron“. Lamb var samt ekkert óttasleginn við þetta. Þessi gustmikla, unga kona gat ekki komið honum á óvart. Hún hafði tætt sundur brúðarkjól sinn vegna þess, að henni líkaði ekki prest- urinn og átt í þingum við Sir Godfrey Webster, sem var kærulaus kvennabósi og eyðsluseggur, sem gortaði af því, að hann færi aldrei að hátta fyrr en kl. 9 að morgni. Byron var geypilega afbrýðisamur fyrst í stað og hann krafðist þess, að hún særi, að hún elskaði sig heitar en William, eiginmann sinn. Hann bannaði henni að dansa vals, enda þótt hún hefði hinar mestu mætur á þessum nýja dansi, vegna þess, að hann þoldi ekki að sjá hana í örmum annars manns. Þó var afbrýðissemi hennar enn meiri. Eitt sinn fannst henni hann veita ungri stúlku, er sat nálægt þeim í viðhafnar- boði, of mikla athygli. Hún beit þá sundur glas sitt í bræði sinni. Byron tók að velta því fyrir sér, hvort hann hefði faðmað að sér konu eða tígrisdýr. Hann gat ekki fengið sig til þess að bera lof á hinn darnalegu ljóð hennar. Hann gerðist geðillur er hún tók að kvabba, eins og oft kom fyrir, er sjálfselska þeirra beggja keyrði úr hófi. 45

x

Jólapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.