Jólapósturinn - 01.12.1948, Síða 48

Jólapósturinn - 01.12.1948, Síða 48
i\ "k 'k JÖLAPÓSTURINN 'k 'k 'k Lafði Melbourne, tengdamóðir hennar sem sjálf var heilluð af glæsileik Byrons, enda þótt hún væri komin yfir sextugt, reyndi að stía þau sundur, báð- um fyrir beztu, en þau gátu ekki fengið af sér að hætta að hittast. Dag nokkurn heyrði hún sefasýkis- óp Caroline, hljóp upp á loft og fann hana þar á gólfinu í krampakenndum gráti. Melbourne lávarður var náfölur og öskraði á þjónustufólkið, að það ætti að stöðva Caroline, sem vildi óð og upp- væg fara til Byron. Hann sagði henni að fara til fjárans, „en ég held, að hann vilji þig ekki“, eins og hann orð- aði það. Yfirhafnarlaus og peninga- laus, hljóp hún út á götu, en Byron fann hana aftur seint um nóttina á heimili skurðlæknis eins, en hún hafði þá ráðgert að flýja land á hverju því skipi, er vildi hafa hana meðferðis. Til þess hafði hún selt dýrmætan stein- hring sinn. Æ ofan í æ lofaði hún að sjá hann ekki framar, en þau hittust á laun og hún skrifaði honum stundum þrisvar á dag. Hún átti það meira að segja til að koma til herbergja hans í St. James-götu klædd sem hirðsveinn í rauðum knjábuxum, silfurbryddum jakka og með fjaðurhött. Þannig var lítið hlé á þessari ástar- firru þar til Byron fór frá London til Cheltenham og Caroline til föðurhúsa í írlandi. Þá skrifaði hann henni skiln- aðarbréf, nöprum orðum, bað hana að „bæta úr hégómaskap sínum, og reyna duttlunga sína við aðra, en láta sig í friði.“ En þegar hún kom aftur, hélt hún uppteknum hætti, var stöðugt að reyna að ná fundi hans, tróðst inn í herbergi hans og hótaði því að reka sig í gegn með skærum. Hún var orðin drauga- lega föl, skinhoruð og með starandi augu. Hún var líkust því, sem væri hún brjáluð. Hún bauð sjálfa sig ungum aðdáendum, ef þeir vildu skora á Byron til einvígis og ráða honum bana. Hún falsaði nafn hans á bréf til málverka- sala til þess að komast yfir mynd af honum, gerði bál af gjöfum hans að Brocket, sveitasetri hennar, meðan 46

x

Jólapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.