Jólapósturinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 52

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 52
'k ir ir JÖLAPÓSTURINN 'k 'k ★ nögl af hinum týndu konum, málinu til sönnunar. Sækjandinn hefur byggt mál sitt á því, sem við lögfræðingar nefn- um líkur — hálfgleymdum orðum, hnappi hér, nokkurum skóm þ.ar. Væri atkvæða ykkar um örlög hans leitað nú á þessari stundu, mundi ég vita, hvern dórn þið munduð kveða upp. Sumir ykkar mundu jafnvel fúsir til að hjálpa við að hengja hann.“ ,,Með ánægju,“ muldraði réttarskrif- arinn í barm sér. Durand heyrði karlinn þusa þetta og brosti í áttina til hans. „Það er ljóst, að Henri Volpin á ekki langt ólifað,“ hélt lögfræðingurinn síðan áfram máli sínu. „Þar sem svo stendur á, leyfist manni ef til vill að verja nokkrum mín- útum til að líta yfir lífsferil hans. Ég veit sitt af hverju um ævi manns á borð við Volpin. Ég fæddist í smá- þorpi. Það heitir að vísu öðru nafni, en annars er það bókstaflega alveg eins og þetta. Faðir minn, sem var dómari í þorpinu, var á margan hátt svipaður hinum virðulega dómara, sem hér er í forsæti. Ég man líka eftir bók- haldara einum í þorpinu, sem var ákaf- lega líkur Henri Volpin. Hann var kyrrlátur, ungur maður og enginn veitti honum neina sérstaka athygli. Af því, sem fram hefur komið í máli þessu núna í vikunni, skilst mér, að Volpin hafi búið hér í Villeroi í fjörutíu og eitt ár og á þeim tíma hafa menn Gleðileg jól! Rafmagn h.f„ Vesturgötu 10. varla virt hann viðlits. Það er held- ur óvenjulegt í slíku smáþorpi sem Villeroi. Það þarf ekki mikið til þess að koma af stað umtali, ekki annað en að maður gangi með hálsbindi, sem keypt hefur verið í Briissel, hann fái sér einu glasi meira af koniaki en góðu hófi gegnir eða fari út að ganga með stúlku. Skjólstæðingur minn lét eins lítið á sér bera og hægt var, svo að hann var næstum óþekktur maður hér í Villeroi. Þorpsbúar töluðu um hann endrum og sinnum, en þeir ræða líka um alla. Ef dæma má af því, sem fram hefur komið við þessi réttarhöld, þá hefur eftirfarandi komið fyrir þennan bók- haldara, sem svo lítið bar á: Kveld eitt var vagni ekið upp að gistihúsinu hér í þorpinu. Glæsilega búinn maður og stúlka, sem var sokkalaus, báðu um bezta herbergið og fengu það. Kona, gestgjafans skýrir svo frá, að hún hafi heyrt hávært samtal næsta morgun í herbergi þeirra og hún heldur því einnig fram, að maðurinn hafi ekið leiðar sinnar og stúlkan orðið eftir. Þetta sama kvöld gekk stúlkan inn i litla kaffihúsið, þar sem Henri var að lesa Liége-blaðið, meðan hann sötraði bjór. Stúlkan settist við borðið hjá honum. Þjónninn þar hefur skýrt frá því, að Henri hafði keypt koniaksflösku og þau síðan rætt um að fara heim til bók- Gleðileg jóll H. Benediktsson & Co. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jólapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.