Jólapósturinn - 01.12.1948, Page 55

Jólapósturinn - 01.12.1948, Page 55
•k k k JÓLAPÓSTURINN k k k Endurminningar um Paganini. Framhald af bls. 41 ar, fortissimo hans, sem drekkti allri hljómsveitinni og svo strax á eftir hið yndislegasta, ljúfasta pianissimo, allt var þetta óhugsanlegt og óskiljanlegt, og þessvegna líka ólýsanlegt. Jafnvel beztu fiðluleikarar Berlínar hristu höfuð sín og sögðu: „Við skilj- um þetta ekki. Þetta er meira en mann- legt. Ef við hefðum ekki heyrt þetta og séð, mundum við ekki trúa því.“ Mesti músíkdómari Berlínar, Lúðvík Rellstab, skrifaði þessi aðdáunarorð í Vossische Zeitung: „Ég hefi heyrt það, en ég trúi því ekki enn. Menn verða að vita, að allt sem við höfum heyrt hingað til um að yfirstíga tæknilega erfiðleika á hvaða hljóðfæri sem er, hverfur gersamlega og verður að engu í samanburði við það sem Paganini gerir. Maður gat verið undrandi yfir Bern- hard Romberg, Moscheles, Kalkbrenn- er, Drouet o. s. frv., en maður hefði þó getað hugsað sér að geta gert það sama og jafnast á við þá. En gagnvart Paganini þrýtur mann allan skilning, og sumt af því sem hann framkvæmir er þeim sem þetta ritar fullkomin ráð- gáta — og honum til hugarhægðar — það er það einnig hinum leiknustu fiðlusnillingum. Erfiðleikar, sem fiðlu- snillingar eru vanir að leggja sérstaka. Gleðileg jól! Verzlun Ragnars II. Blöndal h.f. áherzlu á og sem þeir telja það snildar- legasta á hljómleikum sínum — slíkir erfiðleikar verða að engu hjá Paganini, maður tekur ekki eftir þeim, því að hann virðist bókstaflega hvíla sig á þeim.“ Og Rellstab spáði að lokum að „allir fiðlulöikarar framtíðarinnar muni verða dvergar samanborið við þennan risa.“ Meira að segja hinn grófkornótti Zelter, sem í fyrstu vildi ekki trúa á list þessa ,,töframanns-sonar“, lét hríf- ast af Paganini. Hann skrifað Goethe á þessa leið: „Paganini er, hvað sem öðru líður, í hæsta máta fullkominn meistari á hljóðfæri sitt. Maðurinn er sannarlega einstæður, hann er fiðla sjálfur. Hver sem á hann hlustar verður undrandi, maður hlær, maður skelfur yfir hinum hættulegu tilraunum hans, því að erfið- leikarnir dyljast engum. Ekki vantar heldur þýðleika né hugkvæmni, og jafnvel það sem er ekki fullkomið er nýtt og athyglisvert.“ Nokkrum mánuðum seinna heyrði Goethe fiðlumeistarann spila í Weimar. Hann segir að leikur hans sé „eins og vígahnöttur“ „súla af logum og skýj- um.“ Eftir konsertinn í Berlín skrifaði Rahel til Varnhagens í Bonn: „Ég held því fram, að Paganini leiki betur á einn streng heldur en á alla. Réttar, örugglegar, hreinna, skemmti- Gleðileg jól! Síld & Fiskur.

x

Jólapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.