Jólapósturinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 55

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 55
•k k k JÓLAPÓSTURINN k k k Endurminningar um Paganini. Framhald af bls. 41 ar, fortissimo hans, sem drekkti allri hljómsveitinni og svo strax á eftir hið yndislegasta, ljúfasta pianissimo, allt var þetta óhugsanlegt og óskiljanlegt, og þessvegna líka ólýsanlegt. Jafnvel beztu fiðluleikarar Berlínar hristu höfuð sín og sögðu: „Við skilj- um þetta ekki. Þetta er meira en mann- legt. Ef við hefðum ekki heyrt þetta og séð, mundum við ekki trúa því.“ Mesti músíkdómari Berlínar, Lúðvík Rellstab, skrifaði þessi aðdáunarorð í Vossische Zeitung: „Ég hefi heyrt það, en ég trúi því ekki enn. Menn verða að vita, að allt sem við höfum heyrt hingað til um að yfirstíga tæknilega erfiðleika á hvaða hljóðfæri sem er, hverfur gersamlega og verður að engu í samanburði við það sem Paganini gerir. Maður gat verið undrandi yfir Bern- hard Romberg, Moscheles, Kalkbrenn- er, Drouet o. s. frv., en maður hefði þó getað hugsað sér að geta gert það sama og jafnast á við þá. En gagnvart Paganini þrýtur mann allan skilning, og sumt af því sem hann framkvæmir er þeim sem þetta ritar fullkomin ráð- gáta — og honum til hugarhægðar — það er það einnig hinum leiknustu fiðlusnillingum. Erfiðleikar, sem fiðlu- snillingar eru vanir að leggja sérstaka. Gleðileg jól! Verzlun Ragnars II. Blöndal h.f. áherzlu á og sem þeir telja það snildar- legasta á hljómleikum sínum — slíkir erfiðleikar verða að engu hjá Paganini, maður tekur ekki eftir þeim, því að hann virðist bókstaflega hvíla sig á þeim.“ Og Rellstab spáði að lokum að „allir fiðlulöikarar framtíðarinnar muni verða dvergar samanborið við þennan risa.“ Meira að segja hinn grófkornótti Zelter, sem í fyrstu vildi ekki trúa á list þessa ,,töframanns-sonar“, lét hríf- ast af Paganini. Hann skrifað Goethe á þessa leið: „Paganini er, hvað sem öðru líður, í hæsta máta fullkominn meistari á hljóðfæri sitt. Maðurinn er sannarlega einstæður, hann er fiðla sjálfur. Hver sem á hann hlustar verður undrandi, maður hlær, maður skelfur yfir hinum hættulegu tilraunum hans, því að erfið- leikarnir dyljast engum. Ekki vantar heldur þýðleika né hugkvæmni, og jafnvel það sem er ekki fullkomið er nýtt og athyglisvert.“ Nokkrum mánuðum seinna heyrði Goethe fiðlumeistarann spila í Weimar. Hann segir að leikur hans sé „eins og vígahnöttur“ „súla af logum og skýj- um.“ Eftir konsertinn í Berlín skrifaði Rahel til Varnhagens í Bonn: „Ég held því fram, að Paganini leiki betur á einn streng heldur en á alla. Réttar, örugglegar, hreinna, skemmti- Gleðileg jól! Síld & Fiskur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jólapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.