Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 57

Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 57
JÓLAPÓSTURINN hafði hlotið furstadæmið Lucca-Piom- bine af Napoleon bróður sínum, réð Paganini til sín þegar hann var tuttugu og eins árs gamall, til að vera söng- stjóri og stjórna skemmtunum hennar. Um þetta tímabil skrifar Paganini: ,,Ég stjórnaði óperunni í Lucca fyrir furstafjölskylduna. Auk þess var mér oft boðið að vera með hirðinni, þar sem ég gaf konsert hálfsmánaðar- lega. Elísa prinsessa dró sig ávallt í hlé áður en þeir hófust, því að taugar hennar þoldu þá ekki. Til að jafna mér þessi vonbrigði gaf ung stúlka, sem ég hafði dáðst að um nokkurt skeið, og sem aldrei þreyttist á að hlusta á þessa konserta, mér von um að tilfinningar mínar væru endurgoldnar. Loksins varð vonin að vissu og ástríða okkar óx dagvöxtum og ástæður okkar til að halda henni leyndri jók aðeins á hana. Einu sinni lofaði ég þessari stúlku að búa til og spila henni til heiðurs músik- verk, sem væri um leynilegar ástir okkar. Og svo tilkynnti ég hirðinni nýtt tónverk sem hét ,,ástaratlot“. Forvitni áheyrenda æstist þegar þeir sáu mig koma inn í salinn með fiðlu, sem á voru aðeins tveir strengir, G-streng- urinn og sá fimmti. Hann átti að túlka tilfinningar ungrar stúlku, en G- strengurinn ástríðu elskhuga. Þannig lýsti ég samtali, þar sem tónar hinnar hreinustu blíðu skiftust á við afbrýðis- köst og þýður grátur og mjúkir sam- Gleðileg jól! Soffíubúð. hljómar tóku við af reiði og gleði, sælu og sársauka. Síðan komu fullkomnar sættir og loks ganga elskhugarnir saman, í tvígangstakt í fallegri sam- rennandi músik. Þessi nýja hugmynd fékk góðar undirtektir meðal áheyr- endanna, að ég ekki minnist á hlýlega augnaráðið, sem kona hjarta míns sendi mér. Eftir að Elísa prinsessa hafði ausið lofi á mig sagði hún: „Þér gerið mögulegt það sem er ómögulegt. Mundi ekki einn strengur nægja yður?“ Ég lofaði strax að gera þá tilraun. Og hugsunin um þetta yfirgaf mig ekki. Nokkrum vikum seinna bjó ég til Napóleons-sónötuna fyrir fjórða strenginn einan og lék hana þ. 15. ágúst fyrir stórri hirð. Árangurinn fór langt fram úr því sem ég hafði þorað að vona og ást mín á G-strengnum á rót sína að rekja til þessa tímabils. Menn virtust aldrei þreytast á að hlusta á verk þau sem ég hafði búið til fyrir þennan streng og ég fékk stöðugt aukna leikni í slíkum tónsmíð- um.“ Fyrir utan þessa konserta sást lítið til Paganinis meðan hann dyaldi í Ber- lín. Sagt var að hann lægi mestan hluta dagsins uppgefinn á legubekk og sæti á nóttunni við spilaborðið. Hann var taugabilaður. Enginn vildi borða með honum í hótelinu, því að hann var vanur að tyggja kjöt sitt og spýta því síðan út úr sér á ógeðslegan hátt. Hinar Gleðileg jól! Lithoprent. 55

x

Jólapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.