Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 63

Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 63
 JÓLAPÖSTURINN •k if \ en eins og nærri má geta, notfæra kon- urnar hjá Khasi-unum vald sitt til þess að láta karla sína vinna. Þær fara eftir reglunni gömlu — sá sem ekki vill vinna, á ekki mat að fá. Geri karlar þeirra ekki svo vel að hlýða, þá geta þeir átt á hættu, að þeim verði alls ekki skammt- að í næsta mál, og hver veit nema kon- an tilkynni honum, að hann geti gert svo vel og orðið sér úti um annað hús- næði, því að hún ætli sér ekki framar að hafa hann — þennan letingja — und- ir sínu þaki. Karlmennirnir eru að vísu þingmenn, eins og fyrr segir, en þar með er ekki sagt, að þeir geti sett lög að geðþótta sínum. Að minnsta kosti eru ekki til neinar sagnir um, að þeir hafi borið fram frumvarp til laga um, að karlmenn skyldu vera jafn-réttháir konum. Konu- ríki hefir verið svo lengi með ættbálki þessum, að slíkt mundi þykja í frásög- ur færandi og gott efni í annála eða þjóðsögur. En þótt Khasi-arnir kunni margar sögur um ágæti og dyggðir ætt- móðurinnar, finnst engin saga um nokk- urn mann, sem reynt hefir að heimta rétt sinn eða verið karlréttindakarl. Líf karlanna er þó ekki algerlega gleði snautt, frekar en kvenna í þeim lönd- um, þar sem karlmaðurinn er ráðandi. Aðalskemmtan þeirra er bogskot, og eru margir þeirra ágætar skyttur. Þeir halda skotmót við og við og reyna fimi sína. Eru bogar þeirra gerðir úr tveim bamb- usstöfum og þess eru mörg dæmi, að Khasi-ar hafi drepið tígrisdýr með örv- um sínum, enda eru þær stályddar nú á dögum. Khasi-arnir tyggja betelhnetur, eins og margir Austurlandabúar. Mæla þeir meira að segja vegalengdir eftir því, hversu margar hnetur þeir tyggja á leiðinni. Ekki er hægt að lýsa þessum ein- kennilega ættbálki, án þess að láta með fylgja nokkra lýsingu á landi þeirra, því að það er einkennilegt, eins og þeir, sem byggja það. Eins og þegar hefir verið getið, er land þeirra mjög hálent og víða eru dalbotnarnir í 4500 feta hæð yfir sjávarmáli. IJrkomur ei'u þar afar miklar, svo að varla er til nokkur blett- ur á jörðunni, þar sem meira rignir. Rigningarnar eru mestar um miðbik ársins, frá maí til ágúst. Síðan Bretar fóru að mæla úrkomuna í landinu, — en þeir byrjuðu á því fyrir aldamótin, — hefir mesta mánaðarrigning orðið 178 þuml. eða nærri hálfur fjórði metri. Þetta var 1 júnímánuði 1934, en þrjá daga mánaðarins var úrkoman yfir 20 þumlunga (50 sentimetra) og allt upp í 36 þuml., sem eru um 90 sentimetrar. Meðalúrkoma ársins er hins vegar 426 þumlungar, en það er talsvert á ellefta metra, og hefir einu sinni orðið hvorki meira né minna en 903 þumlungar, en það er meira en tuttugu og tveir og hálf- ur metri. Það er dálítil væta! Gleðileg jól! Gleðileg jól! Verzlunin Brynja. » - Almennar tryggingar. 61

x

Jólapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.