Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 6

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 6
Bjart framundan í lífi þjóðar skiptast vissulega á skin og skúrir - og oftar en ekki hefur það oltið á því hvernig áraði í sjávarútveginum hvort framtíðarhorfurnar væru málaðar björtum eða dökkum litum. I dag leyfi ég mér að fullyrða að við höfum ærna ástæðu til að horfa vonglöð til framtíðar hvað varðar íslenskan sjávarútveg. Mig langar hér að tiltaka sex atriði sem renna stoðum undir þessa fullvissu mína. í fyrsta lagi þá eru vísitölur síðustu tveggja ára fyrir þorsk þær hæstu frá upphafi rannsókna árið 1985 samkvæmt Hafrannsóknarstofnun. Þessi niðurstaða er mikið gleðiefni og sýnir umfram allt árangurinn af ábyrgri og sjálfbærri fiskveiðinýtingu. Nú erum við að uppskera árangur sem aðrar þjóðir taka eftir og leita til íslands í æ ríkari mæli eftir sérþekkingu okkar. Verðum við að standa vel að því enda er vendarstefna æ oftar meðalið gegn ofveiði fremur en sjálfbær nýting auðlinda. í öðru lagi þá eru íslendingar að fá hærra verð fyrir hvern þorsk sem kemur að landi en flestar aðrar þjóðir. Mikil gæði og öflugt markaðsstarf eru hér lykilþættir en segja þó ekki nema hálfa söguna. Við erum nefnilega farin að nýta miklu betur allan fiskinn; bein og roð og slóg og hvaðeina. Nú er svo komið að fiskúrgangur heyrir nánast sögunni til þökk sé frumkvöðlastarfi - þetta eru allt verðmæti sem nýtast í hvort heldur sem er í tískuvörum eða háþróuðum vörum til lækninga. í þriðja lagi þá fékk ég það rækilega staðfest þegar ég sótti sjávarútvegssýninguna í Brussel nýverið hve framarlega á heimsvísu mörg íslensk tæknifyrirtæki eru við framleiðslu á tækjum og tæknilausnum við veiðar og vinnslu. Þessar tæknilausnir snúa m.a. að meiri og betri kælingu, betri nýtingu og auknum gæðum. Það er hreint út sagt magnað að sjá framfarirnar sem orðið hafa á síðustu árum á þessu sviði. í fjórða lagi þá er sá munur á íslenskum sjávarútvegi og erlendum að víðast hvar nýtur hann styrkja frá hinu opinbera. Á íslandi aftur á móti er þessu þveröfugt farið. Hér stendur sjávarútvegurinn á eigin fótum og leggur til samfélagsins í formi skatta, atvinnu og framþróunar innan geirans í samstarfi við stjórnvöld. í fimmta lagi þá bind ég miklar vonir við að samvinnuverkefni fyrirtækja og stofnana sem unnið er undir gunnfána íslenska sjávarklasans og kallast „Fish and Ships" muni koma frábærum hlutum til leiðar. Verkefnið byggir á því að kynna íslenskar lausnir erlendis við öllum þeim áskorunum sem upp kunna að koma í sjávarútvegi. í sjötta lagi eru það svo íslensku sjómennirnir sem hafa í gegnum tíðina sótt þjóðinni björg í bú. Um fjögur þúsund einstaklingar sem hafa staðið vaktina og sótt afurðina sem hefur verið okkur svo mikilvæg. Það er engin tilviljun að íslenska þjóðin hylli þá á fyrsta sunnudegi júnímánaðar ár hvert og fánar blakti hvarvetna um borg og bæ íslenskum sjómönnum til heiðurs. Sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra óska ég til hamingju með daginn. Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra RÍR VANdlÁTA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.