Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 19

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 19
farið upp á sjá. Skipstjórinn fyrirskipaði þá að hífa upp akkerið og taka nótabátinn á síðuna og gera klárt að kasta en láta lítið á því bera hvað við vorum að gera. Síðan var kastað á torfuna og fengum við um 600 tunnur. Það var uppi fótur og fit í flotanum sem þar var hjá okkur. Allir hífðu upp akkerin og fóru að leita en enginnn fékk síld nema við. Síðan var haldið til Siglufjarðar í brælunni og vorum við eini báturinn sem landaði síld þann daginn og fór hún öll í salt. Á þessum tíma og næstu árum var allt mælt í tunnum þegar landað var í salt en málum er landað var í bræðslu. Kallinn oröinn vitlaus Seinna um sumarið vorum við staddir fyrir austan land ásamt flotanum og var lítið um veiði og hálfgert reiðileysi. Þá skipaði Jón að setja nótabátinn í langslef sem alltafvargert á langsiglingu. Síðan var haldið fyrir Langanes og alla leið vestur á Skagagrunn og komið þangað um hádegið. Þar var enginn bátur og ekkert að sjá nema fáeinir múkkar. Þá var skipað að taka nótabátinn á síðuna og gera klárt að kasta. Talað var um að nú væri kallinn (skipstjórinn) orðin vitlaus en í Ijós kom að hann hafði fundið torfu á þetta ófullkomna asdik. Það var svo kastað og við fengum 450 tunnur. Ekkert var þarna meira að finna og var farið til Siglufjarðar og landað þar. Einir á ferð eins og í fyrra skiptið. Á balli í Grímsey Rétt er að geta þess að ef langur tími leið á milli þess sem kastað var þá þurfti að yfirhala nótina sem kallað var. Það var vegna þess að það vildi hitna í henni en hún var úr hampi. Þetta fólst í því að draga nótina upp úr nótabátnum um borð í Víking og síðan aftur um borð í nótabátinn, allt á höndum að sjálfsögðu. Þetta kom þó sjaldan Verið að leita að síld. Jón skipstjóri í bassanum með hattinn. Takið eftir slöngunni sem liggur úr bassaskýlinu og inn um gluggan. í hana voru kallaðar fyrirskipanir um stefnur og fl. til mannsins við stýrið. fyrir hjá okkur. Á þessum tíma var nylonið ekki komð til sögunnar. Langslefarinn sem kallaður var var tóg úr heljarsveru grastógi og festur í bíldekk til að mýkja átökin við að slefa nótabátinn. Þegar Einhamar from íceland: IpttCnsJ Sendum sjómönnum og fiskvin hamíngju- og heillaóskir á sjóma 17

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.