Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 28

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 28
Systkinin frá Sunnuhvoli á Norðfirði frá v: Eiríkur, Aldís, Stefán, Svanbjörn, Unnur Stefanía, Ása og Guðni Þór. þá í húsinu Hlíf. Hann var þá að vinna við beitningar eins og títt var á þessum árum. Aldís kláraði vistina hjá kaupfélagsstjórahjónunum á tilsettum tíma og þá fóru þau Aldís og Steini, eins og hann var oftast kallaður, að búa hjá foreldrum hans. Fluttu sig svo úti í húsið Skuld en það er nú Snæfellsás 15. Þau bjuggu á fleiri stöðum á Hellissandi meðal annars í Lárusarhúsi og einnig á Uppsölum sem Aldís kallaði reyndar ekki hús heldur kofa. Steini og Aldís byggðu svo seinna Skólabraut 2 en það var 105 m2 hús byggt 1957 og svo byggðu þau Naustabúð 12 árið 1967 og það var um 160 m2 en þá voru þau búin að eignast níu börn á fjórtán árum. Fyrsta barn þeirra var Sólveig en hún fæddist 1951 á heimili foreldra Aldísar á Norðfirði. Stefán Jóhann æðsti templar „Eg hafði gaman af að vera í félgsmálum þótt ung væri og ég hafði kynnst stúkustarfinu á Norðfirði og það fylgdi mér vestur á Hellissand. Meira að segja strax eftir aðgerðina í Reykjavík er ég var fimmtán ára þá var ég boðuð á stúkufund í Reykjavík og var gerð þar að kapelán en það var maður sem þekkti mig og vildi fá mig á fundinn. Þar var kominn maður sem hét Sigurdór Brekkan en hann stjórnaði stúkunni heima. Einnig voru tvær jafnöldrur mínar úr Vorperlunni á fundinum. Ég man að á fundinum þá var ég í gifsi frá úlnlið og alveg upp að olnboga og ég varð að fá manninn við hliðina á mér til að fletta blöðunum í bókinni en þetta var þykk bók sem ég varð að halda á með annari hendinni en náði ekki að fletta með hinni hendinni. Þetta var svolítið skondið. Ég gekk í stúkuna hérna og þar var Stefán Jóhann æðsti templar þótt ungur væri en hann átti þá heima á Hellissandi og var svo sannarlega duglegur maður. Við fórum í nokkur skipti til Ólafsvíkur á fund og þá vorum við keyrð inn að Enni og svo gengum við fyrir það í fjörunni sem er eftirminnilegt. Þegar við fórum til Ólafsvíkur þá var Kristín kona Matthíasar Péturssonar orðinn æðsti templar en hann var þá kaupfélagsstjóri á Hellissandi og Sigmundur og fjölskyldan flutt suður. Mér er minnisstætt fólkið í Ólafsvík sem við hittum en það voru meðal annars Þorgils Stefánsson og Inga kona hans og Guðni Sumarliðason og Sumarliði bróðir hans. Þá man ég líka eftir Eyjólfi Snæbjörnssyni en þetta fólk var allt í stúkunni í Ólafsvík. Guðni var mikill trúmaður og sagði sögur og það var gaman að honum." Erfiðleikar í atvinnumálum „Eftir að ég hætti hjá Sigmundi vorið 1950 þá förum við Steini saman til Keflavíkur að vinna en á þessum árum fóru margir frá Hellissandi til að vinna þar. Ég man meðal annars eftir að bæði Cýrus og Gugga voru líka að vinna þar en það voru erfiðleikar í atvinnumálum á Hellissandi á þessum árum. Eftir að við komum frá Keflavík þá fór Steini að vinna við beitningar hjá Friðþjófi í Rifi. Ég reyndi samt að hlífa mér í vinnu og vann ekki mikið og gegndi því sem læknirinn sagði og tók það alvarlega. Fór samt um tíma í skelina hjá Ragga Ólsen í Rifi meðan hún var og þá gátu eldri börnin passað. Heimilisstörfin tóku talsvert á mig til dæmis að þvo þvottinn og bleytan sem því fylgdi gerði það að verkum að ég varð að vera með bindi á úlnliðnum." Vesturhrauni 1-210 Garðabæ Sími 535 5850 - www.framtak.is FRAMTAK BLOSSI ehf Túrbínur Viðgerðir - Sala •«Fi WWR" Spíssar, glóðarkerti og annar búnaður fyrir eldsneytiskerfi dieselvéla 26

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.