Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 49
Gísli Kristjánsson skipstjóri Grundarfirði Gísii Kristjánsson fyrrum sjómaður og skipstjóri úr Grundarfirði er heimilsmaður á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík ásamt konu sinni Lilju Finnbogadóttur. Ég hitti þau hjón oft er ég kem á Jaðar og eitt sinn spurði ég Gísla hvort ég mætti ekki taka við hann viðtal fyrir Sjómannadagsblaðið. „Jú, jú, það er í lagi. Ég get örugglega sagt þér eitthvað en ég er ekkert að mikla mig af þessum sögum en þú mátt ekkert hafa eftir mér," sagði Gísi og hló. Það var mjög gaman af því að ræða við Gísla en hann kann svo ótal margar sögur um liðna daga, bæði reynslusögur og einnig um aðra menn og málefni. Hann er mikill spaugari og oft hlógum við dátt meðan við ræddum saman. Ef við byrjum á upphafinu þá er Gísli fæddur 21. janúar 1928 í bænum Móabúð í Grundarfirði. Hann er fjórði yngstur af þrettán alsystkinum og einn af fjórum bræðrum úr þeim hópi. Foreldrar Gísla voru Kristján Jónsson sjómaður en hann var fæddur 1874 og er því orðin 54 ára þegar Gísli fæðist. Móðir Gísla var Kristín Gísladóttir. Af þessum stóra systkinahópi eru tvö á lífi en auk Gísla lifir ein systir hans. Gísli átti einnig hálfsystkini og var elst þeirra fætt 1908. Kræklingurinn settur á flúrur „Ég er fæddur í torfbæ og ólst þar upp en svo byggði pabbi nokkuð stórt hús, a.m.k. á þessum tíma, fyrir fjölskylduna en það var um 80 fm að stærð. Pabbi átti árabát sem hét Dísa og var svo með nokkrar kindur. Þetta var bara spurning um að komast af á þessum árum og ekki síst fyrir svona stóra fjölskyldu. Þú getur nú Ifka ímyndað þér að það hefur verið mikil vinna hjá húsmóðurinni á svona heimili. Það varð t.d. að ná í allt vatn en ekkert rennandi vatn var að húsunum á þessum árum. Pabbi var á línu á bátnum sínum og alltaf var beitt kræklingi sem sóttur var inn í Kolgrafarfjörð. Það var farið á bátnum og honum mokað í poka og önnur ílát í fjörunni. Ólsararnir fóru mikið eftir kræklingi inn að Búlandshöfða. Til að geyma kræklinginn þegar heim var komið var hann settur á svokallaðar flúrur í fjörunni en það er þar sem sandurinn endar og mölin tekur við. Þar var hann látinn festa sig eina til tvær flæðir. Svo vorum við Kristján bróðir, bara guttar, látnir skera úr til að fá beitu meðan pabbi var á sjónum." Það var ekki mikil skólaganga hjá börnum á þessum tíma er Gísli var að alast upp. „Ég lærði þó að lesa og skrifa og ég hef alla tíð haft gaman af bókum og ég les mikið og ég á fjölda bóka," segir Gísli er hann rifjar upp þessa litlu skólagöngu sína. Gísli Kristjánsson og kona hans Lilja Finnbogadóttir en myndin er tekin í einni af sólarlandaferð þeirra hjóna. Fyrsta greiðslan fyrir fisk „Sjómennskan byrjar hjá mér 1936 er ég var átta ára en þá dró ég tuttugu og átta fiska. Þetta voru bara tittir en ég fór þá með föður mínum á sjó. Ég réri með honum í mörg skipti. Ég get sagt þér frá öðrum róðri á þessum tíma en þá fékk ég í fyrsta sinnið greitt fyrir aflan sem ég veiddi. Þá var ég einu sinni í fjörunni með systur minni og þá var þar trilla og ég bið systur mína að hjálpa mér að koma henni á flot. Hún gerði það og svo var lúðulóð í skúr þar hjá sem faðir minn átti. Ég tek lóðina, nokkra króka og set á hana karfa og steinbít sem ég fann í fjörunni og fer svo út með línuna og legg hana. Ég átti reyndar í smá vandræðum því báturinn lak svo mikið er ég var á leiðinni út og þar var soldið kul. Fljótlega þéttist báturinn. Svo kemur pabbi eftir að ég kem í land og sér að lóðin er ekki á sama stað og spyr mig um hana. Ég segi honum hvers kyns var að ég hafi beitt hana og lagt hér stutt undan. Hann lét það gott heita og sagði lítið. Hann fer svo daginn eftir og dregur lóðina og á henni er 74 kílóa lúða. Hann selur hana í Nesi og kemur svo til mín með 50 kall sem ég var að sjálfsögðu mjög ánægður með það," segir Gísli. Sjómennskan byrjar Árið 1945 þegar Gísli er sautján ára fer hann á síldveiðibát sem hét Olivette SH 3 og var úr Stykkishólmi. Þetta var41 brl lesta bátur og var hann í eigu Bergsveins Jónssonar og Sigurðar Ágústssonar. Til gamans má geta þess að þessi bátur var einn elsti bátur við veiðar á íslandsmiðum á þessum árum, smíðaður í Englandi 1883. Hann var keyptur til Stykkishólms árið 1936 og ný 80 ha Alphavél var sett í bátinn 1937. Árið 1944 láta þeir félagar lengja bátinn og skipta um vél og setja í hann 170ha Buda díselvél. Þeir selja bátinn 1952 til Skagastrandar og þar heitir báturinn Auðbjörg HU 7. Báturinn er svo tekin af skrá árið 1964 og þá orðin 81 árs og ónýtur en báturinn hét þá Gullbjörg KÓ 60. „Það var lítil veiði þetta sumar 1945," segir Gísli. Hann fer svo til Reykjavíkur um haustið og dvelur hjá systur sinni sem þar bjó. Hann ræður sig þá í steypuvinnu hjá manni sem hét Þórður Jasonarson en mikið var að gera í Reykjavík í byggingarvinnu á þessum tíma en Þórður var með nokkra flokka í Gísli ásamt systkinum sínum. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.