Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 66

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 66
Skraptúrinn á togaranum Má SH Viðtal við Svan Tómasson fyrrum sjómann Svanur og Stefán sonur hans við vinnu í Sjómannagarðinum árið 2013. „Já, þetta var á páskum vorið 1983, árið sem ég varð sautján ára," segir Svanur Tómasson vinnuvélasérfræðingur og fyrrum sjómaður er við rifjum upp túrinn góða sem hann fór á togaranum Má SH 127. „Ég ætlaði að taka bílpróf eftir páskana þetta vor en ég var að læra undir það hjá Bárði Jenssyni, já, honum Badda Jens, á Saabnum hans P 99. Þetta var SAAB turbo og einn af fyrstu svona bílunum sem komu til landsins. Þá kom þessi túr upp en ég var þá líka i vélvirkjanámi í Iðnskólanum í Reykjavík. Þetta bar þannig að að ég hitti framkvæmdastjórann, Kristján Pálsson, niðri á sjoppu og þetta var á laugardeginum fyrir páska. Ég sá að togarinn var í höfn og ég spyr hann hvort ekki vanti mann í næsta túr. Nei, nei, hann hélt nú ekki og eiginlega hló hann bara að mér," segir Svanur og brosir. „Kristján sagði að það væri biðlisti svo langt sem hann sæi. „Mér datt nú bara svona í hug að spyrja þig um það," segi ég við hann. Svo er ég ekkert að spá í þetta meira." Núna strax „En kl. 14:00 á sunnudeginum er hringt í mig og þá er það Kristján framkvæmdastjóri og spyr hvort ég sé til í að koma. „Hvenær'" segi ég? „Núna strax," segir hann. Ég rýk inn og hendi ofan í svartan ruslapoka: sængurfatnaði, stígvélum, síðum nærbuxum, peysu og eitthvað af öðrum fötum sem ég þurfti í túrinn. Ég flýti mér eins og ég gettil að missa ekki aftúrnum og ég hoppa um borð. Þegarvið komum útfyrir þá er stefnan tekin til Keflavíkur til að ná í tvo menn, kokkinn og annan vélstjórann. Þeir áttu að vera komnir vestur en það var eitthvað vesen á þeim og þeir komu aldrei vestur. Er við komum til Keflavíkur þá var stefnið rétt sett að bryggjunni og þeir teknir um borð. Þeir voru eitthvað hífaðir blessaðir og voru með bokku með sér sem var nú tekin af þeim strax og þeir reknir í koju og þeir jöfnuðu sig nú fljótlega." Ferðir með Akraborginni „Af áhöfninni man ég eftir Ingó, Jóa silung, Örra, Garðari vélstjóra og svo var skipstjórinn hann Siggi Pé. Jói gætti mín allan túrinn og sá um mig og varað kenna mér," segirSvanur. „Þeirvoru svo að spyrja mig um sjómennsku mína og hvort ég væri sjóveikur og ég hélt það nú að ég væri vanur. Ég væri búin að fara margar ferðir með Akraborginni og það væri mín sjómennska. Það varð alveg þögn er ég sagði þeim þetta. Það yrði bara að reyna á þetta. Við fórum eitthvað vestur og lentum fljótlega í brjáluðu veðri og urðum að fara uppundir í var við Stigahlíðina og lágum þar í hálfan | sólarhring. Það var heilmikill floti sem þar var og gaman að sjá Ijósin á öllum skipunum í myrkrinu er ég kom upp í brúna um kvöldið. Siggi skipstjóri sagði við mig að nær allur íslenski togaraflotinn væri þarna en ég taldi a.m.k. sextíu Ijós." Var ekki í kerfinu „Jæja, svo byrjuðu nú veiðarnar og ég var settur í lestina þ.e. að raða fiskinum í kassana, ísa og stafla og þar var ég í marga daga allar mínar vaktir eða alls sex daga. Svo uppgötvaðist það að ég var ekki í „kerfinu" sem var þannig að það átti alltaf að skiptast á verkum og víxla því að vera í lestinni og öðrum verkum. Eftir þetta þurfti ég aldrei að fara í lestina það sem eftir var af túrnum. Það var vitlaust að gera í lestinni en þetta var skraptúr og mikið veiddist af karfa og ufsa. Karfinn kom beint niður og var settur beint í kassana. Svo varð að hlaupa upp og banka í ísvélina til að koma henni af stað. Þegar allt var kjaftfullt þá komu fleiri niður og þetta hafðist allt saman." Hlíf af herflugvél „Ég verð að segja þér eitt, að fyrstu nóttina á veiðum var ég í koju. Allt í einu vakna ég við þessi helvítis læti fyrir ofan mig alveg eins og allt væri að hrynja en ég svaf í efri koju. Þá var enginn búinn að segja mér frá því að þegar bobbingarnir drægjust eftir dekkinu að þá skapðist svona svaka mikill hávaði. Ég sofnaði nú fljótlega aftur eftir að ég vissi hvers kyns var og vandist þessu. Það var alltaf nóg að gera er við vorum á veiðum, eins þegar verið var að bæta þá setti ég í nálarnar og reyndi eitthvað að bæta sjálfur sem Jói var að reyna að kenna mér. í eitt skiptið er ég kom út á dekk þá sé ég svaka mikla hlíf sem lá þar og hafði komið upp í trollinu. Þegar við fórum að skoða þetta betur kom í Ijós að þetta var utan af flugvélamótor úr herflugvél. Hlífin var örugglega ca 2,5m í þvermál og það voru einhverjar tölur utan á hlífinni sem við sáum er við Um borð í Agli SH. Frá vinstri er Trausti Ægisson sem er að tuska Rúnar Má Jóhannsson eitthvað til. Með þeim er Svanur og Hafsteinn Kristinsson. 64

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.