Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 25
grétar guðbergsson
Hrfs og annað eldsneyti
Inngangur
Hmbjörk er eina íslenska plantan,
sern á sér samfellda skráða sögu,
svipaða og samhljóða þeirri sem
t'l er af þjóðinni.
Fram yfir miðja þessa öld eru
til skýrslur um hrfsrif lands-
n^anna. Allt frá upphafi byggðar í
'andinu hafa menn rifið eða
höggvið hrís til eldsneytis. Hrís
var í nálægð flestra bæja a.m.k.
fram undir miðja átjándu öld.
Annað eldsneyti sem menn gátu
notað, f einhverjum mæli, var
mór, tað og morviður og á stöku
stað fauskar gamalla skóga.
Mór til eldsneytis
Mónotkun virðist hafa verið all-
mikil flestar aldir, nema ef til vill
sfst á átjándu öld, eftir því sem
fram kemur í larðabókÁrna
ft'iagnússonar og Páls Vídalíns. í
larðabókinni er þess oft getið að
mór hafi verið nýttur fyrrum og
naegi nýta, en sé þó ekki gert.
Eins er talað um að mór sé upp-
nrinn á tilteknum bæjum þó að
augljóst sé nútíðarmönnum að á
þeim stöðum sé gnægð mós, svo
sem sjá má í öllum þeim aragrúa
skurða, sem blasa við sjónum
manna víða um land. Ástæða
þverrandi mónýtingará átjándu
öld eru augljósar. Harðnandi
veðrátta gerði fólki erfitt að vinna
móinn. Á þessum tímum átti fólk
almennt ekki annað en ill og hálf-
ónýt tól til verka sinna. Vetur
voru harðir og frost tfð og lang-
vinn. Frost var lengi að fara úr
jörðu að vori. Vorverk á bæjum
voru mörg og margvísleg. Mó-
tekja var þá látin sitja á hakan-
um, ef illt var að stunda hana
vegna klaka í jörðu. f rigningartíð
var oft erfitt að þurrka mó. Hann
drakk í sig regnvatnið og fyrir
kom að hann rynni út í eðju. Lftið
varð þá eftir nema fauskar. Þá var
mórinn óhæfurtil eldsneytis.
Heyskapur tók langan tíma og var
lffsnauðsyn. Ef ekki var búið að
stinga upp mó og þurrka hann,
þegar komin var heyskapartíð, þá
var gripið til annarra ráða með
eldsneyti. Á síðustu öld og á fyrri
helmingi þessarar fór mótekja
aftur vaxandi og dró ekki úr henni
fyrr en um miðbik 20. aldar.
Taðbrennsla
Nærtækast var að nota húsdýra-
skít, tað, til eldsneytis. Aðallega
var notað sauðatað, en kúamykja
var einnig notuð, en í mun minni
mæli, því hún var blautari og þvf
fyrirhafnarmeira að þurrka hana.
Kúamykja var þurrkuð með því að
klína henni f þunnum lögum á
gras og svo sáu sól og vindur um
að þurrka hana. Kúamykjuflögur
voru kallaðar klíningur. Sauða-
taðið var hins vegar mun með-
færilegra; taðið var þurrara og
þéttara eftir innistöðu fjárins.
Út úr fjárhúsum þurfti að stinga
hvort sem var. Einungis þurfti að
kljúfa taðhnausana og var það
gert þegar þeir voru aðeins farnir
að þorna. Næst var að þurrka
taðið. Taðflögunum var þá raðað
þannig að vindur blési sem best
um þær. Síðar var flögunum safn-
að saman og þeim raðað í hrauka
eða stafla. Þannig varðist taðið
sæmilega regni. Tað var allgott
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
23