Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 124
26. mynd. Spreksælda (Polyporus
brumalis) úr Skarðsskógi, S.Þing. 1985.
Ljósm. höf.
einhverjum ástæðum. Skemmir rætur
og jafnvel boli eldri trjáa. Getur fjölgað
sér kynlaust með sprotagróum, er vaxa
á myglinu í mold eða viði.
Þessi sveppur er almennt talinn einn
mesti skaðvaldur í skógrækt á norður-
slóðum. Fyrstu merki smitunar eru
þykknun neðst á bol trésins og harpeis-
rennsli úr honum. Rótbarða hefur enn
ekki orðið vart hér á landi, sem betur
fer, en alltaf má búast við að hann
slæðist hingað, og er hans því getið hér
til viðvörunar. Mest hætta er að hann
berist hingað með sýktum greniplönt-
um, og ber því að forðast slíkan inn-
flutning.
Polyporales- Sáldsveppsbálkur
Polyporaceae - Sáldsveppsætt
Þetta eru hinir eiginlegu sáld-
sveppir, sem eru ýmist flokkaðir
með vanfönungum eða hatt-
sveppum, enda eru þeir millistig
beggja. Þeir hafa yfirleitt hattlaga
aldin, þó oftast óreglulegt eða
einhliða, með hjámiðja staf.
Neðra borð hattsins (kólfbeður-
inn) er oftast með borum, en
stundum með fönum. Aldinin eru
oftast einær, hold- eða leður-
kennd í fersku ástandi en harðna
við þurrk. Gróduftið hvítt. Vaxa
oftast á viði, en sumir á jarðvegi.
3-4 tegundir hér á landi.
Polyporus brumalis - Spreksælda.
Hettan oftast regluleg, þunn-
holda, 2-6 cm í þvm, hvelfd eða
naflalaga-trektlaga, Ijósbrún, grá-
brún eða brún, oftast með fín-
gerðum burstahárum eða flösum,
og stundum ógreinilega beltótt.
Sældan hvít eða gulleit, síðar
gulbrún, með köntuðum borum,
allt að 1 mm víðum. Stafurinn
2-6 cm, svipaður hettu að lit og
27. mynd. Svartfótarsælda (Polyporus
melanopus) í Hallormsstaðaskógi 1986.
Ljósm. höf.
áferð, en oftast meira flasaður.
Holdið seigt, leður-brjóskkennt.
(26. mynd)
Vex á fúnum sprekum og fauskum af
birki, sem liggja í skógbotninum, sjald-
an á stubbum. Tíður í birkiskógum og
kjarri á austanverðu Norðurlandi, og
kemur einnig fyrir í Hallormsstaða-
skógi. Aldinin eru nokkuð varanleg þótt
þau séu einær, og má oft finna þau á
vetrum, eins og nafnið „brumalis" bend-
irtil (af lat. bruma= skammdegi). Mjög
breytilegur, og ef til vill er hér um fleiri
en eina tegund að ræða.
Polyporus melanopus - Svart-
fótarsœlda (misnefni: Polyporus vari-
us).
Þetta er allstór og nokkuð þykk-
holda sveppur. Hettan er 5-10
cm í þvm., flöt eða dælduð, oft-
ast óregluleg að lögun, með flip-
óttu barði, og stundum jafnvel
samsett af vænglaga flipum,
ýmislega brún að lit, vattkennd
og flösuhærð fyrst, en síðan ber,
oft hnökrótt og blettótt. Sældan
hvít fyrst en sfðan gulbrúnleit, oft
mikið niðurvaxin á stafinn, sem
oft er mjög stuttur (2-5 cm),
grópaður, lóhærður, sótbrúnn
eða nærri svartur. Holdið Ijós-
brúnt, seigt, leðurkennt. Ertalin
æt. (27. mynd)
122
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998