Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 96
SIGURÐUR GUNNARSSON
Heimsókn til Húsavíkur
eftir 35 ár
I byrjun árs 1996 hringdi í mig maður og óskaði eftir viðtali. Röddin var kunnugleg og þegar við vor-
um sestir niður síðar um daginn rifjaðist upp fyrir mér að sömu rödd hafði ég hlustað á í útvarpinu
ótal sinnum á yngri árum. Þetta var Sigurður Gunnarsson fyrrverandi skólastjóri og rithöfundur. En
skömmu eftir að hann hafði skilað greininni í endanlegum búningi lést Sigurður þann 23. apríl 1996
á 84. aldursári og greinin gleymdist í bili. Að mínum dómi á frásögn Sigurðar erindi við okkur, ekki
síst vegna þess að hér er fróðleg heimild um stofnun og starf skógræktarfélags um miðja öldina,
baráttu frumkvöðla og síðan árangur af þrotlausu hugsjónastarfi. Okkur er bæði hollt og nauðsyn-
legt að þekkja sögu þeirrar kynslóðar sem ruddi brautina.
Við hjónin höfðum ákveðið
að skjótast norður yfir
heiðar f júlí í sumar og
hitta vini og kunningja á kærum,
ógleymanlegum vinnustað,
Húsavík í S.-Þing., þar sem ég var
eitt sinn skólastjóri í tuttugu ár, á
besta æviskeiði mínu, og dvelja
þar í þrjá daga.
Var það sumpart vegna þess,
að þá voru liðin 35 ár síðan ég
varð að fara þaðan vegna veik-
inda í fjölskyldu minni. Allir sem
mig þekktu og störf mfn vissu, að
ég átti þá mjög erfitt með að fara
frá Húsavík, og hefði að öllu
óbreyttu verið þar a.m.k. nokkur
ár í viðbót. En hér verður ekki
frekar um það rætt.
Einnig var ætlan mín að leggja
þá síðustu hönd á bókasafn mitt,
sem ég hafði nýlega gefið Bóka-
safni Suður-Þingeyinga, með því
að færa þvf myndarlega bókaskrá
yfir allt safnið, sem ég hafði lengi
unnið að, og var nú nýkomin úr
prentun. Við vissum að sjálf-
sögðu, að Húsavfk hafði bæði
stækkað töluvert og breyst á ýms-
an hátt á þessum mörgu árum og
hlökkuðum því mikið til að kynna
okkur vel þær breytingar, sem
orðið hefðu á þeim stað, þar sem
við dvöldum svo lengi á bestu
starfsárum ævi okkar og þótti
vænt um.
Af sérstökum ástæðum völdum
við að fara sunnudaginn 23. júlí,
einkum af því, að veðurspáin var
svo góð nyrðra og raunar um
land allt.
Og eftir 45 mínútur vorum við
komin norður á flugvöll Aðaldals
með okkar nútíma glæsilegu flug-
tækni, þar sem einn af okkar
gömlu og góðu vinum beið okkar
með bíl sinn og flutti okkur til
einkar geðþekks og ódýrs hótels
á Húsavfk.
Daginn eftir, þegar veðrið var
eins gott og hugsast gat, kusum
við að vinir okkar ækju okkur fyrst
um bæinn og sýndu okkur þær
miklu breytingar sem orðið höfðu
í honum á þessum langa tíma.
Og þvílíkar breytingar, sem
orðið hafa í bænum á þessum
94
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998