Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 62

Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 62
Þakningartilraun á Markarfljótsaurum sumarið 1992. Frá vinstri til hægri: viðmiðun, mykjuþakning, heyþakning og plastþakning. í mykjuþakningu sjást hinar fjögurra ára gömlu beðpiöntur. Mynd: A.S. (skv. 2. töflu) eftir næturfrostið 11. ágúst 1993 (sjá 5. mynd). Aðeins 22% plantna í heyþakningu litu út fyrir að hafa sloppið við skemmdir umrædda nótt, samanborið við 66% af viðmiðunarplöntum, 60% af plöntum í mykju og 72% í plast- þakningu. Sterk tengsl reyndust vera milli skemmdarflokkunar plantna þann 18. ágúst 1993 og hlutfalls lifandi plantna f hverjum meðferðarlið tveimur árum sfðar (sjá 6. mynd og 6. töflu). Umræða Alaskaösp og landgæði til ræktunar hennar á Suðurlandi Alaskaösp er ljóselskur frumherji, sem í heimkynnum sínum f vest- anverðri Norður-Ameríku, er háður síendurtekinni röskun búsvæða sinna til þess að geta endurnýjast og haldið velli gagn- vart öðrum skuggþolnari trjáteg- undum. Þess vegna er samfellda alaskaasparskóga þar helst að finna á bökkum stórfljóta, einkum jökuláa, sem flæmast nokkuð reglubundið um og raska eða ryðja burt skógum (Bradley & Smith 1986; Myers & Buchman 1984). Á Kyrrahafsströndinni nær hún bestum og skjótustum þroska á landgerðum, sem einkennast af nægum en súrefnisríkum jarðraka, frjósömum jarðvegi, ríkulegu framboði á Ca++ og Mg++ og nær hlutlausu sýrustigi (pH 6,0 til 7,0) (Burns og Honkala 1990; Krajina m.fl. 1982; Maini 1968; Smith 1957). Samkvæmt Smith (1957) er vöxtur alaskaaspar á Kyrrahafs- strönd Kanada jafnan bestur f jarðvegi, sem myndaður er af ár- framburði. Einnig geturtegundin náð ágætum þroska í fokjarðvegi, þar sem úrkoma er mikil, t.d á Kodiakeyju f Alaska (Beals 1966). larðvegur á stórum hluta hins úrkomusama Suðurlands mætir mörgum þeim kröfum sem tegundin gerir til jarðvegs í heim- kynnum sínum, og því hugsan- legt að fleiri landgerðir komi til greina f skógrækt með alaskaösp en aðeins þær frjósömustu, svo sem ræktuð tún eða framræstar mýrar. Má hér nefna að vöxtur alaskaaspar hefur verið með mestu ágætum hin síðari ár f 14,5 ha asparskógi í Gunnarsholti, sem gróðursettur var f upp- græddan fokjarðveg sumarið 1990 (Aradóttir m.fl. 1997; Ása L. Aradóttir, óbirt gögn). Færa má rök fyrir því að jökul- áraurar, sem þekja víðar lendur á láglendi Suðurlands, henti vel til asparskógræktar, sé réttum að- ferðum beitt við undirbúning lands fyrir gróðursetningu. Á áraurum er oft stutt niður á súr- efnisríkt, rennandi grunnvatn, og aðstæður að mörgu leyti sam- bærilegar við þær sem áður voru nefndar og sem einkenna kjör- lendi alaskaaspar f Alaska. Það sem e.t.v. skortir til þess að skóg- rækt með alaskaösp geti lánast á sunnlenskum áraurum er þekking og reynsla af ræktunaraðferðum, sem hafa ekki í för með sér of mikinn stofnkostnað, en taka mið af vistfræðilegum kröfum þessar- ar rakakæru tegundar. Ef eitthvað er, virðist auðveldara að fá alaskaösp til þess að lifa á ógrón- um jökuláraurum en í frjósamri framræstri mýri, ef marka má þessa tilraun. Að meðaltali er munur í hlutfalli lifandi plantna lítill (66% lifun á Markarfljóts- aurum; 64% í Sandlækjarmýri) þegar ekki er tekið tillit til þakn- ingarmeðferðar hjá þremur plöntugerðum. Hjá ársgömlum fjölpottaplöntum hafa Markar- fljótsaurar hins vegar sex pró- sentustiga forskot í meðallifun (95% lifandi á Markarfljótsaurum en 89% lifandi f Sandlækjarmýri). Eins og vænta mátti, er vöxtur asparplantna í heildina betri í Sandlækjarmýri en á Markar- fljótsaurum, og það þótt borinn hafi verið tilbúinn áburður á plöntur á Markarfjótsaurum. Ljóst er að jarðvegsbætur eru nauðsynlegar á áraurum til þess að ná góðum vexti til frambúðar hjá alaskaösp. larðvegur Markar- fljótsaura er afar snauður af mik- ilvægustu næringarefnum (s.s. köfnunarefni og fosfór). Auk þess gerir skortur á lífrænum efnum í jarðvegi og gróf kornastærð hans það að verkum að jarðraki varð- veitist illa í efstu lögum í langvar- andi þurrkum. larðvegsbætur 60 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.