Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 70
Atlavík á samkomudaginn.
klaustri og Hákon Bjarnason
skógræktarstjóri.
Annað eins stórmenni hafði
ekki verið samankomið á Hall-
ormsstað síðan Stauning, for-
sætisráðherra Dana, kom þangað
með miklu fylgdarliði 1936.
Hákon hafði fengið með sér frá
Reykjavík nokkra unga og vaska
menn til að vinna að undirbún-
ingi og framkvæmd samkomunn- S
ar: Loga Einarsson, sfðar hæsta- j
réttardómara, Unnstein Beck,
síðar borgardómara, og Ólaf
lónsson, síðar formann Skóg-
ræktarfélags Árnesinga. J
í fylgd með Hermanni lónassyni
voru Vigdís Steingrímsdóttir, kona
hans, og Pálína, dóttir þeirra, sem
þá var 14 ára gömul. Með Sigurði
Nordal kom lóhannes, sonur
hans, sem var nýorðinn stúdent.
Nú vildi svo illa til, að iíklega
nóttina fyrir samkomudaginn
veiktist Vigdís Steingrímsdóttir
svo hastarlega, að kallað var á
flugvél til að sækja hana, og fór
Páll ísólfsson stjórnar
almennum söng.
Hermann með henni, og hélt því
ekki þá ræðu, sem áformað var.
Ellefu árum sfðar flutti Hermann
þó ræðu á samkomu Skógræktar-
félags Austurlands í Atlavík, og
tel ég hana eina af snjöllustu
ræðum, sem ég hefi heyrt.
Koma hinnar litlu sjóflugvélar,
sem lenti á Lagarfljóti og lagt var
að fjörunni neðan Hallormsstaða-
bæjarins, var auðvitað fágætur
viðburður, sem vakti mikla athygli.
Á myndinni eru, talið frá vinstri:
Sigurður Nordal, Unnsteinn Beck,
Logi Einarsson, Pálína Hermannsdóttir,
Páll ísólfsson og Jóhannes Nordal.
68
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998