Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 49
ars staðar. Aðalóvinur ásætu-
gróðurs á birki eru þurrir stormar,
þar með taldir þurrir frostvindar
að vetrum og þurrkar á sumrin.
Ahrifa þessara vinda gætir að
sjálfsögðu meir, þegar megin-
skógurinn er fallinn, en stað-
bundnar skógarleifar standa eftir.
Valda fléttur skaða á
trjánum ?
Oft kemur það fyrir, að menn vilja
kenna fléttum um, þegar skógur
er á undanhaldi, trén að drepast
°g orðin lauflaus, en greinarnar
löðrandi af fléttum. Eftir því sem
best er vitað eru flétturnar hins
vegar aiveg saklausar af því að
skaða trén. Þær eru ásætur en
ekki sníkjuplöntur, þ.e. þær nota
börkinn sem undirlag, en taka
useringu fyrst og fremst úr and-
rúmsloftinu og regnvatni sem
rennur eftir greinunum. Svepp-
þræðir þeirra vaxa aðeins um ytri
*ög barkarins, en fara ekki inn í
vaxtarlagið.
Hins vegar hleypir það oft
meira lífi í flétturnar, þegartré
hætta að laufgast, enda er þá
bjartara á fléttunum. Eins virðast
þær oft miklu þroskameiri á trjám
sem eru orðin veikluð og vaxa
miög hægt, þ.e. hafa lítinn sem
engan ársvöxt. Þá geta þær náð
miklum þroska alveg fram á
grennstu greinarnar. Það er
vegna þess, að fléttur eru annars
svo hægvaxta, að þær eru lengi
að komast á legg á berki trjáa
sem mikið vaxa, vegna hraðari
endurnýjunar barkarins. Raunar
er líflegt birki ekki gott undirlag
fyrir fléttur, vegna þess ysta lag
barkarins (næfrarnar) endurnýj-
ast of ört.
Landnemar í nýjum skógi
A nýjum trjám sem gróðursett
eru koma fléttur yfirleitt ekki fram
fyrr en eftir mörg ár þegar trén
eru orðin nokkuð gömul. Á barr-
trjám ertegundafjölbreytnin
venjulega mun minni en í göml-
um birkiskógum, en þargeta hins
vegar komið fram aðrar tegundir
en vaxa á lauftrjám. Þvf má gera
ráð fyrir að eitthvað bætist við af
fléttum á íslenskum trjám, þegar
barrskógar eru komnir á legg.
Ekki hafa verið tök á að fylgjast
vel með þeim breytingum á
fléttuflórunni enn sem komið er,
þótt vissulega væri áhugavert að
gefa þeim gaum.
Oftast eru hrúðurfléttur fyrri til
að nema land á trjáberki en blað-
fléttur. Ég hef nokkuð fylgst með
slíku landnámi á bolum gamalla
alaskaaspa í Eyjafirði. Þar mynd-
ast smátt og smátt samfélag
nokkurra tegunda hrúðurfléttna
(23. mynd). Þará meðal eru
skærgular merlur (Caloplaca), Ijós-
gular toppaglætur (Candelariella
vitellina), gráar viðardoppur
(Amand'mea punctata) með svörtum
askhirslum, og törgur (Lecanora)
með Ijósrendum askhirslum.
Sumt eru þetta tegundir sem
einnig eru algengar á gömlum,
veðurbörðum spýtum sem legið
hafa úti í mörg ár.
Skógarbotninn
Á fúnum sprekum í skógarbotnin-
um vaxa oft sérstakar fléttur sem
ekki vaxa að jafnaði á lifandi
trjám. Mélubikar (Cladonia fimbri-
ata) er oftast á slíkum stöðum, og
oft einnig álfabikar eða álfastaup
(24. mynd, Cladonia chlorophaea),
en sú tegund er annars mjög al-
geng um allt land í mólendi.
Báðar þessar fléttur bera bikar
eða staup á enda langra stilka
sem vaxa upp af smábleðlum
sem þekja undirlagið. Bikarinn er
áberandi duftkenndur að innan
og utan af hraufukornum sem
gerð eru af sveppþráðum og þör-
ungum, en upp af þeim geta vax-
ið ný sambýli ef þau ná að
dreifast um. Dreifing þeirra fer
gjarnan fram með regndropum
sem endurkastast frá staupunum
og bera hraufukornin með sér.
Mélubikarinn er greindur frá álfa-
bikarnum á fíngerðari, mélkennd-
um hraufukornum, og einnig er
lögun bikarsins frábrugðin. Álfa-
bikarinn hefur grófari, korn-
kenndar hraufur.
Á fúnum sprekum í skógar-
botninum vaxa einnig sprek-
broddar (25. mynd, Cladonia coni-
ocraea). Þeir vaxa einnig sem sí-
valir stilkar upp af fíngerðum
bleðlum, en þeir enda oftast í
bikarlausum broddi, eða hafa
aðeins örmjóan bikar sem ekki er
breiðari en stilkurinn.
Hér hefur aðeins verið minnst
á hluta af þeim fléttum sem vaxa
á trjám í íslensku skógunum.
Margar fléttur sem venjulega
vaxa á klettum eða jarðvegi koma
að sjálfsögðu oft einnig fyrir á
sama undirlagi í skógarbotninum
Alls er nú vitað um rúmlega 600
tegundir fléttna á íslandi, og enn
er alltaf að bætast í þann hóp.
Einkum eru hrúðurfléttur, bæði á
trjám, jarðvegi og steinum enn
illa þekktar.
Ritaskrá
Degelius, Gunnar 1957. The epi-
phytic lichen flora of the birch
stands in lceland. Acta Horti
Gotoburgensis 22,1: 51 bls.
Deichmann-Brandt, ).S. 1903.
Lichenes Islandiae. Bot. Tidsskr.
25: 197-220.
Gronlund, Christian 1870. Bidragtil
oplysning om Islands flora. I.
Laver (Lichenes). Bot. Tidsskr. 4:
147-172.
Gronlund, Christian 1895. Tillæg til
Islands Kryptogamflora indehold-
ende Lichenes, Hepaticae og
Musci. Bot. Tidsskr. 20: 90-115.
Hörður Kristinsson, Sigríður Bald-
ursdóttirog Hálfdán Björnsson
1981. Nýjar og sjaldgæfar fléttu-
tegundir á birki í Austur-Skafta-
fellssýslu. Náttúrufræðingurinn
51: 182-188.
Lynge, Bernt 1940. Lichens from lce-
land collected by norwegian
botanists in 1937 and 1939. Skrift-
er utg. av det Norske Vidensk,-
Akad. i Oslo 1. Mat.-Naturv.
Klasse No. 7, 56 bls.
SKÓGRÆKTARRITIÐ [998
47