Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 146

Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 146
Þetta er lundurinn við skrifstofu- bygginguna. í ágúst 1996var hæsta tréð 13,00 m. Þegar þetta er ritað, eru trén yfirleitt 13,5-14,0 m há. Tumastaðir. „ÁTumastöðum voru sett um 800 sitkagreni í brekkuna fyrir norðan og austan bæinn. Fór þeim vel fram um sumarið",. skrifar Hákon Bjarna- son í starfsskýrslu Skógræktar ríkisins fyrirárið 1944. Þetta er Lýðveldislundurinn svonefndi. í aprílhretinu mikla 1963 dóu 12% trjánna, 78% skemmdust, en að- eins 10%sluppu ómeidd. Þetta ber að hafa í huga, þegar vöxtur lundarins er metinn. Lundurinn hefir tvisvar verið grisjaður og rúmtak bolviðar mælt: 1990og 1998. ítöflu 3 eru niðurstöður mælingarinnar 1998, ásamt tölum frá 1993 úr þremur reitum af sama kvæmi og aldri í Norður-Noregi. Hæsta tré f lundinum er nú 14,70 m og þvermál 22,5 cm. Margar sjálfsáðar plöntur eru við jaðar lundarins. Sunnan við skógarvarðarbú- staðinn á Tumastöðum í jaðri trjágarðsins fagra standa 4 Port- lock-tré. Hið hæsta þeirra var í ágúst 1998 16,00 m hátt og 44,2 cm í þvermál. Sigtún 9, Selfossi. Hér eru 4 Port- lock-tré, sem Helgi Ágústsson gróðursetti ígarðinn 1944. Þau eru úr sama hópnum og fór í Lýð- veldislundinn. Þegar þetta er skrifað, er hið stærsta þeirra 16,75 m hátt og 42,5 cm í þver- mál. Þannig er það næsthæst allra Portlock-trjánna á íslandi og nálgast hæð trjánna í 0ksnes- reitnum fVesterálen. Það hefirað sjálfsögðu verið vel fóðrað. Þótt hin 3 trén séu nokkru minni, eru þau líka mjög glæsileg. Ártúnsbrekka í Reykjavík. Það er nú komið upp úr dúrnum, að f Sveinbjarnarlundi íÁrtúns- brekku eru nokkur sitkagrenitré frá Portlock. Þetta vissi ég ekki, er ég skrifaði grein um sitka- grenið í þessum lundi í „Skóg- ræktarritið 1995" (bls. 57-63). Ég hafði þá allan hugann við Fiskiflóa-trén frá 1937 og önnur, sem voru gróðursett 1947 og síðar, og hafði aldrei heyrt minnst á önnur, sem væru gróð- ursett milli 1937 og 1947. Þórar- inn Benedikz lýkur svo bréfi sínu 18.09.98: „Rétt áður talaði ég við ]ón Sveinbjörnsson (prófessorog eiganda Sveinbjarnarlundar ásamt Helgu systur sinnij. Hann fullyrti, að Portlock-greni væri fengið úr Fossvogi 1942, 1943 og 1944. Eftir minni taldi hann, að plönturnar hefðu verið af venju- legri stærð, 30 cm eða þar um bil. 1942-1943-trén voru gróðursett neðan við húsið hjá 1937-trján- um [Fiskiflóa), en 1944-trén fyrir ofan. Hæsta tréð í Ártúnsbrekku, sem var 18,42 m haustið 1997, er rétt vestan við 1937-trén, en hæst þeirra var 18,15 m þá." Ekki er þess getið, hve mörg Portlock-sitkagrenitré eru f Ár- túnsbrekku, en hæsta sitkagreni- tré landsins er meðal þeirra. Það eru nýtíðindi. Hingaðtil höfum við talið, að það væri eitt af Fiskiflóatrjánum frá 1937. Nú höfum við það, sem sannara reynist. Samandregið yfirlit. Ég hóf leit að Portlock-sitkagrenitrjánum, sem komu frá Bergen 1938, í framhaldi af frásögn af lundin- um á Læk í Dýrafirði. Hún reynd- ist umfangsmeiri en mig hafði órað fyrir og um leið ákaflega spennandi. Nokkurn tíma tók að láta mæla trén á svo mörgum stöðum, sem um var að ræða. Þótt ég hafi nefnt hæð og þver- mál trjánna hér á undan í köfl- unum um einstaka fundarstaði, tel ég gleggra fyrir lesendur að stilla þessum staðreyndum upp á einum stað. Ennfremur upp- lýsingum um, hvort borið hafi verið á trén eða ekki. Það er gert í töflu 2. Noregur. Vestlandets forstlige forsokstasjon (= Skógrannsókna- stöð fyrir Vestur-Noreg; nú deild í Norsku skógrannsóknastofnun- inni, NISK) lagði út urmul til- raunaflata með sitkagreni íVest- ur- og Norður-Noregi á tímabil- inu 1917-1956, langflesta á 3ja og 4ða áratugnum. Þrír fletir eru með kvæminu Portlock: Einn í Lofoten og tveir í Vesterálen. Fræinu var sáð 1934 og 1935, svo að hér eru bersýnilega plöntur af sama hópnum og kom til íslands 1938. Líklegast er, að þær hafi verið 4ra ára, er þær voru sendar hingað, og fræinu því sáð 1934. Norðmenn reikna ætfð aldur gróðursettra trjáa frá sáningarári. Ég fékk frá rannsóknastöðinni í Vestur-Noregi tölur yfir mæl- ingar á hinum þremur tilrauna- flötum með Portlock-sitkagren- inu. Þeirvoru mældir 1972, 1979, 1986 og 1993. í töflu 3 set ég niðurstöður mælinganna 1993. Tekið er fram, að allir norsku teigarnir séu á vindasöm- um stöðum. Til samanburðar set ég niðurstöður mælinga Þórar- ins Benedikz á Lýðveldislundin- um á Tumastöðum í ágúst 1998. Nú taldi ég rétt til samræmis að reikna aldur hans frá sáningarári plantnanna 1934, En ég minni á, að Tumastaða- plönturnar máttu þola verulegt mótlæti a.m.k. tvisvar sinnum: Sjóferðina frá Noregi til íslands 1938 og áfallið í apríl 1963. Þess er því varla að vænta, að þær jafnist á við systurnar í Norður- Noregi. Þó er ekki meginmunur á Lýðveldislundinum og teignum á Andoya. Ég vek reyndar athygli á þvf, að í Norður-Noregi er gífurlegur 144 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.