Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 102
Og það er ekkert leyndarmál,
að skólastjórinn ungi, þá ný-
kvæntur, fékk ekki leigða íþúð
annars staðar en þar, sem kýr var
undir palli og fjóshaugurinn und-
ir svefnherbergisglugganum. En í
húsinu bjó úrvalsfólk og við
vöndumst fjósalyktinni furðu
fljótt.
Sauðféð gekk því um allan bæ-
inn, þegar ástæða þótti til að
hleypa því út og beit hvert strá,
sem þar var að finna eða brum á
smárunnum, ef þeir voru þá
nokkurs staðar til. Af þessum
ástæðum voru nær engir girtir
garðar með runnum eða trjám
við heimiiin. Það var líka alveg
þýðingarlaust, því að sauðféð
beit allt upp samstundis, og eng-
um hafði dottið í hug að planta
trjám á víðavangi.
Umgengni á Húsavík var þá
raunar vægast sagt léleg, þó að
ég lengi ekki mál mitt nú með því
að ræða um hana sérstaklega.
En það var einmitt þetta:
Friðun og ræktun á víðavangi,
friðun og gróðursetning heimilis-
lóða og stórbætt umgengni, sem
ég sá strax að þurfti að fá al-
menning til að sameinast um að
bæta.
f sambandi við þessar athugan-
ir mínar fyrst eftir að ég kom til
Húsavíkur 1940, og ég hef hér að-
eins lauslega drepið á, komst ég
að þeirri niðurstöðu, að Húsvfk-
ingar hefðu af einhverjum ástæð-
um dregist um tíma aftur úr öðr-
um héruðum ívissum málum,
m.a. í þeim atriðum, sem ég hef
hér nefnt. En þessi kyrrstaða stóð
ekki lengi, og nú eru Húsvíkingar
fyrir löngu í fremstu röð á ýmsum
sviðum.
V.
Skal nú að lokum sagt með
nokkrum orðum frá stofnun skóg-
ræktarfélagsins, viðbrögðum Hús-
vfkinga við þeirri starfsemi og
fyrstu framkvæmdum í þeim mál-
um.
Árið 1940 var í ýmsum héruð-
um að vakna töluverður áhugi
meðal landsmanna á skógrækt
og að rækta upp landið, sem var
víða orðið svo átakanlega bert.
Skógræktarfélag fslands hafði
verið stofnað á Þingvöllum árið
1930 og kosinn skógræktarstjóri
til að vinna að framkvæmd þeirra
mála. Og skömmu seinna voru
stofnuð nokkur skógræktarfélög í
vissum hreppum og sýslum.
En árið 1935 verða algjör
straumhvörf f þessum málum. Þá
var Hákon Bjarnason kjörinn
skógræktarstjóri. Hann hafði þá
nýlokið háskólanámi í skógrækt
fyrstur allra íslendinga. í þvf starfi
vann hann að framgangi skóg-
ræktará íslandi, íkrafti menntun-
ar sinnar, af slíkum krafti og eld-
móð að ekki á sér aðra hliðstæðu.
Flestir vita, að þar var fyrst
lengi við ramman reip að draga,
því að nær allir höfðu fyrst litla
eða næstum enga trú á mögu-
leikum til skógræktar, og sama
var þá líka að segja um skilning
manna á gróðurvernd og upp-
græðslu landsins.
Þessu gjörbreytti Hákon öllu á
starfstíma sínum með fágætri
færni og viljastyrk, - og auðvitað
líka með samhug ýmissa góðra
manna, sem trúðu á bjartsýni
hans og sjónarmið.
Og nú mun vart sá maður til í
landinu sem ekki trúir því og er
sannfærður um að hægt sé að
græða upp landið og klæða það
skógi, einnig sums staðar nytja-
skógi á stórum svæðum.
Um þetta má nú síðari árin sjá
alls staðar augljósar sannanir, -
gjörbreytt, skógiklætt land, gróð-
urklædd svæði, þar sem áður var
auðn, og fjöldi manns að vinna
við þessi ræktunarstörf vor og
sumar. Einnig vinnur fjöldi manns
á öðrum tímum mánuðum saman
í stórum, hlýjum gróðurhúsum
við uppeldi milljóna trjáplantna,
sem gróðursettar eru í litlum
plastbaukum, þroskast þar betur
og verða síðar miklu öruggari í
gróðursetningu. Er þetta allt mik-
ið fagnaðarefni, sem flýtir mjög
fyrir ræktun landsins. Og flest er
þetta að þakka áhuga og færni
eldhugans og brautryðjandans,
Hákonar Bjarnasonar. Ég hlaut
aðeins að minnast hans hér með
örfáum orðum, en vfsa að öðru
leyti til ágætrar sögu hans útgef-
innar af Skógræktarfélagi fslands.
Ég drap á það í síðasta kafla,
að á Húsavíkárið 1940 hefði nær
ekkert sem heitið getur verið
unnið að ræktunarmálum, hvorki
á heimalóðum né á berangri.
Engin áhrif frá Hákoni Bjamasyni
voru þar enn sjáanleg. í þorpinu
var það heldur raunar alls ekki
hægt, eins og fyrr getur, þar sem
flestir íbúðareigendur áttu nokkr-
ar kindur, sem gengu óhindraðar
um þorpið og ógirtar lóðir, og
bitu hvert strá og brum er þær
fundu. Og þessu fengust Húsvfk-
ingar ekki til að breyta fyrr en
löngu seinna.
Ég drap einnig á það, að um-
gengni í þorpinu hefði þá verið
ábótavant á ýmsan hátt, þótt ég
ræði ekki frekar um það nú.
Sfðla árs 1941 hittust drjúga
stund fjórir áhugasamir menn
um ræktun, - menn sem allir
höfðu mótast af anda ungmenna-
félaganna og höfðu unnið nokk-
uð að skógrækt, fylgst með stofn-
un Skógræktarfélags íslands 1930
og síðan nokkurra skógræktarfé-
laga hér og þar um landið.
Þeir höfðu allir hugleitt það
vandræðaástand, sem ríkti hér í
þorpinu í ræktunarmálum, og ég
hef hér lauslega drepið á, og
undruðust margir það áhuga-
leysi, sem hér ríkti í þeim málum
og þá ekki síst meðal ráðamanna
í þorpinu, sem frekast höfðu að-
stöðu til að fá því breytt.
Ætíð er við hittumst, þessir
fjórir félagar, minntumst við jafn-
an á, að nú væri vissulega kom-
inn tími til að fá menn til að
sameinast um að breyta ófremd-
100
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998