Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 122
21. mynd. Sagbleðill (Lentinellus om-
haloides) á birkifausk í Vaglaskógi 1992.
Ljósm. H. Kr.
22. mynd. Fauskystingur (Tyromyces
chioneus) á birkifausk í Hailormsstaða-
skógi 1989. L|ósm. höf.
23. mynd. Sandhnubbur (Coltricia
perennis) íVesturdal, Kelduhverfi, 1993.
Ljósm. H. Kr.
Coltriciaceae -
Hnubbsveppsætt
Coltricia perennis - Sandhnubb-
ur (samnefni: Polyporus perennis).
Aldinið með óreglulega löguð-
um, flötum hatti, um 1-5 cm í
þvm., sem er strýhærður og belt-
óttur að ofan, móbrúnn, með
ljósbrúnu barði. Stundum tengj-
ast nokkur aldin saman. Sáldlag-
ið ljósbrúnt, sfðar kanilbrúnt, oft-
ast niðurvaxið á stafinn, sem er
stuttur (1-3 cm), móbrúnn og ull-
hærður. Holdið leður-korkkennt.
(23. mynd)
Sandhnubbur er einn af örfáum bor-
usveppum sem vaxa á jarðvegi. Erlend-
is er hann aðallega í skógum, en hér á
landi mest utan skóga, í sendnu og
þurru landi, með lyngi og mosa, stund-
um jafnvel f foksandi, þá líklega tengd-
urgröfnum sprekum. Fundinn í flestum
landshlutum, en hvergi tíður, nema
helst á Austurlandi.
Inonotaceae - Hrauksveppsætt
Inonotus radiatus - Glithraukur
(misnefni: Polyporus croceus).
Aldinið óreglulega hrúgu-, eða
hillulaga, oft f samvöxnum þyrp-
ingum. Efra borð gulbrúnt og 16-
hært í fyrstu, með gulum kanti,
en síðar bert og sótbrúnt, stund-
um beltað. Borulagið langt niður-
vaxið, Ijósgulbrúnt með silfur-
gliti. Holdið kanilbrúnt, trefjótt,
lint og vatnsrfkt í rakviðri, en
harðnar f þurrkum. í holdinu er
mikið af dökkbrúnum, hakalaga
broddhárum.|Myndir: B&K 11,307
og R&H, 195|
Vex á stofnum og greinum dauðra
eða hálfdauðra lauftrjáa, mest á elri,
120
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1998