Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 135
45. mynd. Viðarkveif (Galerina marginata)
á birkispreki við Garðsárgil, Eyjafirði,
1985. Ljósm. höf.
46. mynd. Eyrasveppur (Crepidotus
versutus) á birkispreki í Egilsstaðaskógi,
sept. 1987. Ljósm. höf.
CORTINARIALES -
Kögursveppsbálkur
Cortinariaceae - Kögursveppsætt
í þessari stóru ætt eru hatt-
sveppir með brúnum gróum, sem
oft eru broddótt eða vörtótt, og
spfruopslaus. Fíngerðir þræðir
tengja hattbarðið við stafinn á
ungum eintökum og nefnist það
kögur. Fáir viðarsveppir eru af
þessari ætt, en hér verður getið
um eina tegund.
Galerina marginata - Viðarkveif.
Meðalstór eða smávaxinn hatt-
sveppur, allur brúnn, oftast með
kraga. Hettan 1-5 cm, hvelfd,
rauðbrún og feitug í raka, en gul-
brún íþurrviðri. Fanir grábrúnar
og síðan ryðbrúnar. Stafur 2-7
cm, samlita hettu ofantil, en
dökkflasaður neðantil; á ungum
eintökum með greinilegum
kraga, sem getur horfið með
aldri. (45. mynd)
Vex á fauskum af barr- og lauftrjám,
hér aðeins fundinn á birki, ekki tíður.
Er talinn eitraður.
Crepidotaceae - Eyrasveppsætt
Aldinin skel- eða eyralaga, með
hliðstæðum staf eða staflaus,
vaxa oftast á viði.
Crepidotus versutus - Eyra-
sveppur (samnefni: Crepidolus
longisporus).
Hettan 0,5-1,5 cm, skellaga,
gul(grá)hvít, þakin af hvítum ull-
hárum, oftast staflaus og fastvax-
in á hliðinni. Fanir gulhvítar, sfð-
an gulbrúnar. Barðið lengi inn-
beygt. (46. mynd)
Vex á fúnum birkigreinum í skógs-
verðinum. Víða á Norður- og Austur-
landi. Önnur skyld tegund, Crepidotus
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
133