Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 63
gætu falist í aðflutningi lífræns
efnis og áburðarefna með heyi,
húsdýraáburði, seyru og (eða) til-
búnum áburði. Einnig mætti fara
leið að sama markmiði, sem líkir
eftir náttúrlegri framvindu á jök-
uláraurum íAlaska, þ.e. með
notkun jarðvegsbætandi teg-
unda, svo sem alaskalúpínu (Lup-
inus nootkatensis Donn.), sitkaalar
(Aínus sinuata (Reg.) Rydb.), silfur-
blaðs (Elaeagnus commutata
Bernh.), vísundabers (Shepherdia
canadensis (L.) Nutt.), mjaðarlyngs
(Myrica gale L.) og fleiri niturbind-
andi frumherjategunda frá Alaska
(siá Chapin m.fl. 1994; Viereck &
Little 1972; Walker 1993). Flestar
þessar tegundir hafa verið reynd-
ar á Markarfljótsaurum og virðast
geta þrifist þar vel án áburðar-
gjafar eða annarrar umönnunar
(Aðalsteinn Sigurgeirsson, óbirt
gögn).
larðvegsundirbúnineur oe
þakning
Niðurstöður úr þessari tilraun
eru ótvíræðar hvað snertir þýð-
'ngu jarðvegsundirbúnings til
bess að bæta lífslíkur og vaxtar-
möguleika alaskaaspar. Um leið
sÝna þær að miklu máli skiptir að
velja aðferðir við jarðvegsundir-
búning sem lagaðar eru að stað-
háttum; þ.e. sömu þakningar-
meðferðir eiga ekki alls staðar
við. Á Markarfjótsaurum bættu
allar þakningarmeðferðir lífs- og
vaxtarmöguleika asparplantna.
Plastþakning skilaði 30% vaxtar-
auka umfram viðmiðun við
þriggja ára aldur frá gróðursetn-
ingu, enda bætir plastdúkur raka-
skilyrði með því að draga úr upp-
gufun frá efstu lögum jarðvegs
(Walker & McLaughlin 1989).
Þakning með húsdýraáburði skil-
aði 36% vaxtarauka, sennilega
með því að bæta næringar-
ástand, og að einhverju leyti
rakaheldni, hins snauða malar-
jarðvegs. Bestum árangri skilar
þó heyþakning (55% vaxtarauka),
en sú þakning eykur jöfnum
höndum raka- og næringarástand
jarðvegs. Þakning með heyi eða
hálmi er kunn aðferð erlendis og
yfirleitt talin til bóta við skóg-
eða trjárækt (Joblin 1990; Parfitt
& Stott 1984; Truax & Gagnon
1993; White & Holloway 1967).
Öðru máli gegnir í frjósömum,
flatlendum, framræstum mýrum
(s.s. Sandlækjarmýri), þar sem
næringar- eða rakaskortur stendur
asparplöntum sjaldnast fyrir þrif-
um, en plöntum stafar þeim mun
meiri hætta af grassamkeppni og
næturfrostum. Þar virtist þakning
með heyi eða húsdýraáburði vera
asparplöntum beinlínis til bölv-
unar. Þessar niðurstöður benda á
mikilvægi þess að fjarlægja gróð-
urhuluna af yfirborði jarðvegs fyrir
gróðursetningu (t.d. með plæg-
ingu), ef tryggja á viðunandi ár-
angur af ræktun alaskaaspar. í
öðrum löndum, þar sem alaska-
ösp er notuð til skógræktar, er
tegundin kunn fyrir að eiga erfitt
með að keppa við illgresi um ljós,
vatn, næringu og rými fyrstu ár
eftirgróðursetningu (Kennedy
1985; Heilman m.fl. 1990). Þess
vegna er jarðvinnsla og illgres-
iseyðing þar jafnan talin forsenda
fyrir árangri við ræktun hennar.
Með þakningu jarðvegs með
plastdúki virðist mega tryggja enn
frekar samkeppnisstöðu gróður-
settra asparplantna (Jobling
1990). f tilrauninni í Sandlækjar-
mýri kom fram sambærileg niður-
staða, nema hvað hin óbeinu
áhrif illgresis eða sinuflóka á næt-
urfrostahættu komu skýrar fram
en í birtum niðurstöðum erlendra
rannsókna. Þessi óbeinu áhrif
fólust í aukinni hættu á að aspar-
planta skemmist eða drepist í
næturfrostum (sjá 5. og 6. mynd).
Samanburður á hlutfalli óskemmdra
plantna í kjölfar næturfrosts í ágúst
1993 og hlutfalls lifandi plantna í sömu
meðferðarliðum haustið 1995. (a)
Fylgni (r) milli hlutfalls óskemmdra
plantna (haust 19931 og lifandi plantna
haustið 1995. (b) Fylgni (r) milli hlut-
falls mjög skemmdra plantna (haust
1993) og lifandi plantna haustið 1995.
Mynd 6
Tengsl milli skemmda á plöntum í næturfrosti í Sandlækjarmýri þ. 11/8 1993
og lifundarhlutfalls tveimur árum síðar
! hlutfall óskemmdra plantna í lok ágústmánaðar 1993
! hlutfall lifandi plantna haustið 1995 I plÖPltugerÖ
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
61