Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 9

Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 9
um að græða. Er skemmst frá því að segja að fyrrnefndar aðstæður reyndust erfiðar ræktuninni og hún gekk illa fyrstu árin. ^ Ég minnist þess að einhvern tíma meðan illa gekk varð mér gengið út snemma morguns eftir döggvota nótt. Jörðin var rök og döggin svo þétt að landið var nanast grátt yfir að líta. Svo kom s<álin fram úr skýjum og þá varð betta harðbalaland svo undur §rænt til að sjá. Ég hreifst af bessari sjón og hugsaði sem snöggvast að kannski tækist mér að teygja trjágróður upp úr þess- ari mögru jörð. En eftir hálftíma var döggin gufuð upp og harð- balinn orðinn fölur á vangann, og Pá skildi ég að ég gæti aldrei náð UPP gróðri á þessari jörð með beim aðferðum sem tíðkuðust. (2. mynd) Þá lá fyrir að átta sig nánar á vandamálunum og leita leiða til að bregðast við þeim. Niðurstað- an varð sú að þurrlendisjarðveg- Ur á íslandi væri afar rýrtil skóg- ræktar, enda er landið hvarvetna brautpfndur bithagi sem hefur verið nagaður í 11 aldir. í öðru lagi væru sumrin heldur svöl og veðráttan umhleypingasöm og éútreiknanleg. Þessi niðurstaða barf ekki að koma mörgum á °vart; það kom mér hins vegar á °vart að mér sýndist sem hinar innfluttu ræktunaraðferðir hefðu ekki verið staðfærðar og lagaðar að erfiðum aðstæðum á íslandi. Það var næsta viðfangsefni og tók allmörg ár meðan ræktunar- maður þreifaði fyrir sér með hægð og leitaði úrræða til að vega upp á móti þeim vandkvæð- um í náttúrufari sem áðurvoru nefnd. Þessi grein fjallar eingöngu um rcektun íþurriendí. ófrjóu mólendi, holtajörð eða valllendi, þarsem lalsvert þarf að gera til að ftleypa skjótum vexti afstað. Raklendið er auðveldara; þar er hægt að beita einfaldari aðferð- um. Holugröftur Við skógrækt í þurru, ófrjóu landi þarf að koma búfjáráburði niður í jörðina áður en gróðursett er. Þá reynir strax á einföld fram- kvæmdaratriði: Það þarf að eiga góða stunguskóflu, og hún þarf að flugþfta. Yfirleitt eru skóflur seldar óbrýndar og bitlausar, og flestir virðast gera sér það að góðu; að minnsta kosti hef ég ekki fundið eina einustu flug- beitta skóflu hjá skógræktarfólki enn. Ef við viljum vinna okkur verkið létt, höfum við þjöl innan seilingar, stingum aðeins þegar blautt er á, látum skófluna flug- bfta og höfum holuna aðeins eina skóflustungu á dýpt. Dýpri holur þjóna engum tilgangi, þeg- ar þakkaplöntur og stiklingar eru notuð til ræktunar. (3. mynd) Næst er að athuga hvað á að gróðursetja þétt. Sú venja hefur tíðkast til þessa dags að gróður- setja geysiþétt hérá landi, hafa jafnvel aðeins skóflulengd milli plantna. Þetta hefur leitt til mikils ófarnaðar: Gróður hefur vaxið upp allt of þétt, gert skógarreitinn ónýtan til útivistar og dregið úr vexti trjánna þegar tímar liðu. Þegar þörf er orðin að grisja, verður oftast bið á framkvæmdum af því að þetta er mikið og erfitt verk og fólk veit ekki hvað það á að gera við þann gróður sem felldur er. Af þessum sökum og öðrum eigum við að gróðursetja gisið, hafa aldrei minna en tvo til tvo og hálfan metra milli plantna, og þegar sitkagreni er gróðursett ætti bilið að vera þrír metrar. Allir sjá hve grenið breiðir föngulega úr sér þegar það stækkar, og þá er það lágmark að það geti teygt greinar einn og hálfan metra út frá stofni. Það má lfka minna á það að sitkalúsin verður alltaf skæðust í þéttu þykkni þar sem skjól er mikið en þrífst langtum verr í gisnum gróðri. Þegarspilda ertekin til ræktun- ar, er sjálfsagt að byrja á því að merkja fyrir gönguleiðum; það á að gerast í upphafi en ekki eftir að landið er orðið þakið þéttum gróðri. Ef svæðið er allstórt, þarf að gera sér hugmynd um skipu- lag þess og móta ökuleiðir um það þegar í upphafi. (4. mynd) Þegar ræktunarmaður gengur út með skóflu sína til að undirbúa ófrjótt svæði til ræktunar, þarf hann að átta sig á því hvaða hátt hann vill hafa á ræktun sinni: Vill hann ná plöntum sínum í tafar- lausan vöxt á fyrsta sumri og hleypa upp hraustum og vaxtar- miklum gróðri á tiltölulega fáum árum? Vilji hann gera það, þarf hann að haga holustungunni þannig að fljótlegt sé fyrir hann að sinna gróðrinum fyrstu árin, ganga um og kasta áburðarhnefa að hverri plöntu þrisvar eða fjór- um sinnum eða eyða grasi frá plöntunum einu sinni eða tvisvar. Vilji hann auðvelda sér umhirð- una, stingur hann holur f röðum. Mörgum finnst þetta óhugsandi, af því að það fari illa f landinu. Sannleikurinn er sá, að þegar trjá- gróður er kominn í fjögra metra hæð og vaxinn okkur langt yfir höfuð, hættum við að skynja rað- irnar en skynjum það eitt að alls staðar er hæfilegt bil milli trjáa og ekkert tré virðist þrengja að öðru. (5. mynd) Búfjáráburður Allt skógræktarfólk kannast við hina lífseigu þjóðsögu um búfjár- áburðinn sem ekki má snerta rætur ungra plantna, af því að hætt er við að hann brenni þær. Hún hlýtur að stafa af því að ein- hvern tíma í fyrndinni hafi menn reynt að nota blauta mykju undir plöntur, með vondum afleiðing- um, sagan hafi fengið byr undir báða vængi og tafið síðan fyrir skógrækt fram á þennan dag. Á okkar dögum hagar svo til að sjaldan er um annan búfjáráburð að ræða en hrossatað og sauða- tað, og þar gegnir allt öðru máli. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.