Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 145
Osöluhæfu sitkagrenitrén, sem voru
gróðursett við Selveg skammt ofan við
Mörkina á Hallormsstað 1957. Hið
hæsta þeirra er nú 12,55 m hátt og 27,4
cm í þvermál í brjósthæð.
Mynd: S.BI., 22.09.98.
sér hægt, hið hæsta 8,60 m en
flest 7-8 m há.
Eitt Portlock-trjánna lét ég
gróðursetja í Neðri-Mörkinni
milli birkitrjáa, sem vaxið höfðu
upp á mýri, sem var ræst fram f
upphafi aldarinnar. Þetta tré er
gríðarlega mikið um sig með
krónu niður að jörð og tignarlegt.
Það er nú 15,50 m hátt og 50,3
cm f þvermál.
Oálitlegustu trén, sem ekki
voru talin söluhæf, lét ég gróður-
setja 16 talsins skammt ofan við
Mörkina við svonefndan Selveg.
Nú er ég feginn, að ég lét ekki
henda þeim, því að þau eru nú
orðin talsvert mikilfengleg, eins
og sést á meðfylgjandi mynd,
10-12 m há. Hið stærsta þeirra
er 12,55 m hátt og 27,4 cm í
þvermál.
Háafell í Skorradal. Að frumkvæði-
Guðmundar Marteinssonar verk-
fræðings, síðar formanns Skf.
Reykjavíkur, girtu ungmennafé-
lagar í Lundarreykjadal og Skorra-
dal dálitla landspildu neðst í
Háafellshlíðinni árið 1938. Þarna
var lágvaxið birkikjarr.* í þessa
litlu girðingu voru gróðursettar
nokkrar af Portlock-plöntunum frá
Bergen. Enginn veit nú, hve marg-
ar. Nú standa af þeim 21 tré,
mörg ákaflega glæsileg. Þau
standa mjög dreift, svo að krón-
urnar eru geysimiklar um sig. Eitt
þeirra dó f aprílhretinu 1963.
Hinn 18. sept. 1998 mældu
Agúst Árnason og Þórarinn Bene-
dikz fjögur stærstu Háafells-
trjánna. Tölurnar eru í töflu 1.
* Sjá einnig „Skógræktarritið 1992", bls.
116-117.
Hvammur í Skorradal. Þórarinn
Benedikz skrifar 18.09.98:
„Fimmta tréð |sem ég mældij
(SG5) af 1938-kynslóðinni er í
Hvammi og var flutt úr Háafells-
reit 1948 (frekar en 1952) og
stendur rétt ofan við grasflöt
norðan við bústað Dagsbrún-
ar.** Tvö önnur tré, sennilega af
1938-hópnum, standa rétt norð-
an við það, og saman mynda
þau smá-þríhyrning. SG5 er
sennilega gildasta tréð í Skorra-
dal, og er afarfallegt með stóra
og reglulega krónu. ... Til gam-
ans mældum við hæsta tré (sem
okkur sýndist) í 1953-gróður-
setningu, sem stendur við SA-
horn reitsins. Þar innan og utan
(austan) girðingarinnar á mel-
holti handan við smálæk sáum
við margar sjálfsáðar greniplönt-
ur. Enn fleiri hafa sprottið upp í
vegarbakkanum neðan við girð-
inguna."
Lækur í Dýrafirði. Lýst er í grein-
inni um sitkalundina á Læk,
hvernig þessi litli lundur er til
kominn. Trén þar eru 8-10 m há.
** HaukurThors framkvæmdastióri í
Reykjavík átti iörðina Hvamm og reisti
þarveglegan sumarbústað á árum
seinni heimsstyr]aldarinnar.
Skrúðurá Núpi. Hjörleifur
Zófaníasson lét 4 Portlock-greni í
Skrúð, og eru þau gríðarlega mikil
um sig, 8-9 m há. Ein sjálfsáð
sitkagreniplanta hefir fundist f
Skrúð, og ekki er um aðra foreldra
að ræða en þessi tré.
Þingeyri. Við læknisbústaðinn
stendur eitt Portlock-trjánna.
Árið 1994 var það 10,1 m hátt og
26 cm í þvermál.
Fossvogur. Vorið 1943 var dálftiil
lundur gróðursettur af Portlock-
plöntunum f gróðrarstöð Skóg-
ræktarfélags íslands, sem þá var.
Portlock-trén fjögur í Skrúð á Núpi í
Dýrafirði sjást hér vinstra megin við
hliðið. Mynd: S.Bl. 30.08.97.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
143