Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 116
fjólulitað f upphafi, síðar gul-
brúnt. í þverskurði sést dökk lína,
milli efra og neðra borðs. (11.
mynd)
Vex bæði á gömlum lifandi og á
dauðum lauftrjám. Hér langoftast á
stubbum af birki eða reyni, sem hann
getur þakið næstum á hliðunum.
Algengur á Akureyri, f Vaglaskógi og
nokkrum öðrum skógum í S.-Þing. Lík-
lega einnig fundinn á Hallormsstað.
Purpuraskinni getur valdið svo-
nefndu „silfurgliti" á blöðum ýmissa
trjáa og runna, og litast viður þeirra
brúnleitur, en fúnar ekki. Pessa fyrir-
bæris hefur ekki verið getið hérlendis.
(Sjá Ársrit Skógræktarfél. 1975, bls. 53).
Meruliopsis corium - Leðurskinni.
Myndar ljósar, mjúkar og leður-
kenndar skófir á kvistum lauf-
trjáa, sem liggja í skógsverðinum,
oftast með 3-10 mm breiðum
börðum út til hliðanna. Efra
borðið lóhært, með daufum belt-
um, hvítt eða gulleitt, neðra
borðið slétt í fyrstu en síðan
vörtótt og með óreglulega net-
laga görðum, gulhvítt og síðar
brúnleitt.|Mynd: B&K II, 144|
Aðeins fundinn á birki í Bæjarstaðar-
skógi.
Phlebia radiata - Ceislaskinni
(samnefni: Phlebia merismoides).
Aldinið með ýmsum litum, oft-
ast rauðgult, rauðbrúnt, eða fjólu-
bláleitt, skóflaga, hlaup-vaxkennt f
raka, en brjóskkennt í þurrkum,
yfirborðið alsett hnökrum og lág-
um rifjum, sem oft eru geislalægir
næst jaðrinum. |Mynd: B&K II,
176: R&H, 821
Vex á dauðum lauftrjám, hér oftast á
birkistubbum. Fundinn á fáeinum stöð-
um á Norðurlandi eystra og Austurlandi.
Stereales - Skinnsveppsbálkur
Cylindrobasidiaceae -
Brúnskænisætt
Cylindrobasidium laeve -
Brúnskæni (samnefni: C. evolvens,
Corticium evolvens).
Myndar lauslega festar, skinn-
kenndar skellur, sem fyrst eru
hvítar en verða síðan gul- eða
114
rauðbrúnar, hnökróttar, með
hvítum, trefjóttum jaðri, oft áber-
andi sprungnar í þurrkum. Á lóð-
réttum fleti geta jaðrarnir mynd-
að nokkurra mm breið, útrétt
börð. (12. mynd)
Aðeins fundinn á birkibolum á Upp-
Héraði.
Peniophoraceae -
Rauðskænisætt
Peniophora incarnata - Rauð-
skœni.
Myndar skóflaga, vörtótt aldin,
sem eru rauðgul með ljósum
jaðri. í rakviðri eru þau brjósk-
12. mynd. Brúnskæni (Cylindrobasidium
laeve) á birki í Hrafnsgerði á Héraði
1988. Ljósm. höf.
vaxkennd, allt að 1 mm þykkt, en
hörð og sprungin í þurrkum og
daufari að lit. í gróbeðinum eru
sérkennileg, hrúðruð broddhár
(setae).|Mynd: B&K II, 1471
Vex á fauskum og stubbum af birki
og reyni um allt land.
13. mynd. Peniopfiora iaurenti á birki-
sprekum á Egilsstöðum 1988.
Ljósm. höf.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998