Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 77
Hér verður gerð grein fyrir
niðurstöðum tilrauna sem hófust
•995. Niðurstöðurnar eru frá
fyrstu tveimur (þremur) árum
eftir gróðursetningu en áfram
verður fylgst með þessum til-
raunum á næstu árum.
efni og aðferðir
Tilraunalýsing
Tilraunareitir voru lagðir út í
Haukadal (Hauk), á Mosfelli
(Mos) og á Snæfoksstöðum
(Snæ) vorið 1995. Tilraunalandið
1 Haukadal er lyngmói þar sem
einkennistegundir eru bláberja-
•yng (Vaccinium uliginosum), loð-
víðir (Salix lanata) og fjalldrapi
(Betula nana). Á Mosfelli var gróð-
nrsett í mosaþembu með mjög
strjálum háplöntugróðri og á
Snæfoksstöðum er landið kjarri
vaxið, einkum birki (Betula pubes-
cens) og fjalldrapi (3. mynd). Á
öllum tilraunastöðum var jarð-
vegur undirbúinn með TTS-plóg-
herfi einu eða tveimur árum fyrir
gróðursetningu. Það er eitt al-
gengasta jarðvinnslutæki sem
notað er við nýskógrækt á
íslandi. Plógherfið veltir efsta
gróðurlaginu og myndar allt að
20-30 cm djúp plógför (4. mynd).
Þannig er dregið úr samkeppni
um ljós, næringarefni, vatn og
rými en hættan á frostlyftingu
eykst að sama skapi.
í tilrauninni voru 4 meðferðar-
liðir þar sem gróðursett var í
miðja TTS-rás;
- sandi dreift með plöntu (sand-
rásir),
- 22 g blákorni (NPK, N=2,6 g,
P= 1,1 g, K=3,1 g) dreift með
plöntu (áburðarrásir),
- 12 g af höfrum sáð og 22 g blá-
korni dreift með plöntu (hafra-
rásir) og
- án frekari meðhöndlunar (við-
miðunarrásir).
Einnig voru gróðursettar plönt-
ur á milli rása;
- án frekari meðhöndlunar (óhr,-
viðmið) og
- með 22 g af blákorni (óhr. áb.).
Tvær trjátegundir voru notaðar,
rússalerki (Larix sukaczewii) og ís-
lensk ilmbjörk (Betula pubescens)
(sjá 1. töflu).
Gróðursett var í fyrrihluta júní-
mánaðar 1995. Höfrum og áburði
var dreift við plöntur strax eftir
gróðursetningu en sandi síðar
um sumarið.
Tilraunin var skipulögð þannig
að á hverjum tilraunastað (Hauk,
Mos og Snæ) voru fimm endur-
l.tafla.
Gerð tilraunaplantna, kvæmi og aldur.
Tegund Kvæmi Frænr. Bakka- Aldur við Gróðrar-
gerð gróðursetn. stöð
Betula pubescens Þórsmörk ekkert nr 67 1/0 Barri hf
Larix sukaczewii Imatra 920007 67 1/0 Barri hf
2. tafla.
Flokkun á ástandi plantna er notað var við mat á frostlyftingartilraunum.
Lifun plantna Frostlyfting plantna
Lifandi Dauð Dauð v. ranabjöllu Týnd Plantan er óhreyfð (mynd 5.a.) Frostlyft 1 -3 cm (mynd 5.b.) Frostlyft 3-9 cm (mynd 5.c.) Plantan liggur (mynd 5.d.)
4. mynd.
Lerki í TTS-herfingarrás.
Á myndinni sést hvernig herfið hefur
bylt efsta gróðurlaginu og búið til
20-30 cm rásir í jarðveginum.
Ljósm.: Aðalsteinn Sigurgeirsson.
tekningar (blokkir). Innan hverrar
blokkar voru 6 mismunandi með-
ferðir (raðir) á hvora plöntuteg-
und (birki og lerki) þannig að alls
var gróðursett í 12 raðir í blokk,
8 í miðjar TTS-rásir og 4 á milli
rása. Innan hverrar blokkar var
meðferðum og tegundum raðað
tilviljunarkennt. f hverri röð voru
50 plöntur. Alls voru því 600
plöntur innan hverrar blokkar og
3000 plöntur á hverjum tilrauna-
stað. Gróðursett var með eins
metra millibili.
Úttektir
Tilraunin var metin haustin 1996
og 1997, auk þess sem sá hluti
hennar sem er á Snæfoksstöðum
var einnig metinn vorið 1998.
Skráð var lifun plantna og frost-
lyfting (2. tafla, 5. mynd).
Tölfræðileg úrvinnsla
Gerð var fervikagreining á hlut-
föllum lifandi og lifandi
óhreyfðra plantna í hverri
tilraunaröð á síðasta matsári
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
75