Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 100

Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 100
III. Eftir því sem ég best veit hefur Skógræktarfélag Húsavíkur alltaf haldið uppi myndarlegri starf- semi eftir að ég fór þaðan. Eitt allra myndarlegasta og merkasta framtak þess er þó það, þegar hafin var gróðursetning grenitrjáa í Skálabrekkunni ofan við bæinn árið 1961 undirstjórn Þóris Frið- geirssonar. Hún bar ótrúlega fljótt góðan árangur. Þarna voru líka margfalt betri skilyrði en uppi við Botnsvatn, raunar alveg ósambærileg. Þarna var algjört skjól fyrir norðaustanáttinni, sem oft er þrálát á Húsavík. Þarna nýt- ur sólar nær allan daginn og þarna er jarðvegurinn frjór í besta lagi. Það mun líka hafa verið til stórbóta, að þarna í brekkunni voru lengi kartöflugarðar áratug- um saman og í þá jafnan settur bæði húsdýra- og útlendur áburður árlega. Ég segi það hér aðeins til gam- ans, að þarna hafði ég flest mfn ár á Húsavík minn eigin kartöflu- garð, og svo einnig stóran skóla- garð fyriryngstu börnin, þrjá yngstu bekki skólans, öllum til mikillar ánægju. Já, trén tóku lfka strax afar vel við sér og eru nú þau elstu orðin 8 metra há. Skálabrekkan, garð- landið gamla, er nú orðin ein mesta bæjarprýði Húsavíkur með þessum glæsilegu, sígrænu grenitrjám. Hér fer vel á að geta þess með mikilli gleði og fögnuði, að Skóg- ræktarfélag Húsavíkur eignaðist nýlega æskilegan og stórvirkan liðsauka við þau friðunar- og ræktunarstörf, sem það hafði beitt sér fyrir um næstum því hálfrar aldar skeið. Á ég þar við hin þjóðkunnu Húsgullssamtök, sem þar voru stofnuð af nokkrum ágætum áhugamönnum fyrir fimm eða sex árum. Frú Snædís skrifaði mér þetta nýlega um Húsgullssamtökin, sem ég leyfi mér að vitna til hér. „Nafnið Húsgull er skammstöfun fyrir gróðurvernd, umhverfi, land- græðslu og landvernd. Þau eru eins konar frjáls sjálfboðaliðssamtök og eru hvorki með félagaskrá eða önnur formlegheit. Þetta er bara eitt af þessum ánægjulegu furðu- fyrirbærum, sem orðið hafa til, og á fundi mætir fólk með hugmynd- ir og fær aðra til að vinna með sér. Nú finnst öllum orðið sjálf- sagt að gróðursettar séu tugir og hundruð þúsunda plantna á hverju sumri. Við erum ekki að rækta upp tiltekna skógarreiti, heldur erum einfaldlega að klæða upp Húsavíkurlandið til þess að gera það fallegt og skemmtilegt. Aðalárangur afrakstursins felst í því, að nú hefur allt Húsavíkur- landið verið friðað, búið að skipu- leggja beit fyrir „hobbý"-bændur, og gróðursettar hafa verið yfir milljón plöntur í landinu. Ennþá er þó til staðar mikil eyðimörk, sem ætlunin er að ráðast gegn. í upphafi var þetta mikil bar- átta og skiptar skoðanir um ágæti þessa, en nú efast ég um að nokkur sé á móti því." Þetta er stórkostlegt og aðdá- unarvert framtak, sem skógrækt- arfólk á Húsavík hefur ráðist í, enda þegar vakið þjóðarathygli, þó að ekki sé eldra. Ég sá líka glöggt í ferð minni um Húsavík- urlandið, að plöntunin var víða farin að bera góðan árangur og orðin áberandi. En Húsgullssamtökin hafa ekki aðeins látið sér nægja að vinna að þessu gífurlega stóra verkefni heima. Þau hafa líka nýlega gerst þátttakendur í raunar ennþá stærra verkefni, sem er upp- græðsla Hólasands, en hann er stór eyðimörk norðan Mývatns, 140 ferkílómetrar að stærð, og í 300-400 metra hæð yfir sjó. Ég lengi ekki mál mitt með því að segja hér náið frá þessari miklu framkvæmd, sem ýmsir fleiri aðil- ar hafa að sjálfsögðu sameinast um. Þá frásögn má vfða finna. Hér skal aðeins þetta sagt: Árið 1961 var fyrst ráðist til atlögu við eyðinguna á jörðum Hólasands með friðun og upp- græðslu við Þeistareyki. Síðan voru tvö önnur svæði friðuð, þar sem sandur gekk hratt inn í gróna landið. Ný sókn var svo hafin á síðasta ári, 1994, þegar Hagkaup úthlut- aði Húsgullssamtökunum stóru fjárframlagi, 5 milljónum króna, til þess að geta hraðað ræktun lands á Hólasandi. íslandsbanki á Húsavík veitti einnig Húsgulls- samtökunum 500.000,-krónur til þessa sama verkefnis. Ég nefni aðeins þetta til þess að sýna, hve þessi frjálsu, nýlegu samtök skóggræðslu- og ræktun- armanna á Húsavík hafa fljótt vakið þjóðarathygli, virðingu og traust fyrir frábær störf sín, með þvf að hljóta svo háar fjárhæðir til frekari starfa. Það leynir sér ekki að þeim er vel treyst, eru þannig glæsileg fyrirmynd og eiga miklar þakkir skilið. Landgræðslan annast umsjón með uppgræðslu Hólasands. f þessu sambandi má ég ekki að lokum gleyma að geta þess, að stjórn Skógræktarfélags ís- lands sýndi Suður-Þingeyingum þann heiður og sóma að halda aðalfund sinn á Húsavík sumarið 1993. Var það gert í tilefni af því, að árið 1943 höfðu flestir hreppar sýslunnar stofnað skógræktarfé- lög, og Skógræktarfélag sýslunn- ar var einnig stofnað það ár. Var því nákvæmlega hálf öld liðin frá því að þetta gerðist. Mjög margir Þingeyingar hafa unnið af mikl- um áhuga að uppgræðslu- og skógræktarstörfum á þessum tíma og náð vfða ágætum ár- angri, sem fundarmenn skoðuðu og hrifust af. Voru þeim öllum fluttar hlýjar þakkir fyrir vel unnin störf. Auk þess fékk Húsgull sér- staka viðurkenningu, sem Árni Sigurjónsson veitti viðtöku fyrir hönd áhugahópsins. 98 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.