Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 134
43. mynd. Stubbahelma (Mycena galerí-
culata) á birkifausk í Fnjóskadal 1992.
Ljósm. Oddur Sigurðsson.
(2-5 mm), brúnleitur, vatthærður.
(Myndir: B&K III, 389; R&H, 3411
Vex á dauðum barrtrjám og viði úr
þeim, og getur valdið fúa í nytjaviði.
Hér aðeins fundinn á fiskhjallatrjám í
Hafnarfirði. Ekki getið fyrr frá íslandi.
Hnoðrasveppir (hnyðringar)
kallast annar flokkur örsmárra
hattsveppa, sem vaxa á hálffún-
um viði, jurtastönglum eða blöð-
um. Þeir hafa alveg lagt hattform-
ið fyrir róða, og eru aldin þeirra
vanalega að lögun sem diskur,
bikar eða skál, er situr föst „á
bakinu", stundum með stuttum
stilk eða fæti. Þau eru oft lóhærð,
og skreppa saman í þurrkum, svo
þau líkjast loðnum hnoðra. Fanir
eru vanalega engar og kólfbeður-
inn sléttur í aldinskálinni. Þessir
sveppir lfkjast því mest svonefnd-
um disksveppum af fylkingu ask-
sveppa, og er oft ekki auðvelt að
greina þá frá þeim, nema með
smásjárskoðun. Eins og lepp-
sveppir voru hnoðrar áður fyrr
taldir til vanfönunga, en hefur nú
flestum verið skipað í skjald-
sveppsætt. Lítið er vitað um teg-
undir þeirra hér á landi.
Merismoides anomalus er einn þess-
ara sveppa, bikar- eða skállaga, sitjandi,
um 0,5 mm í þvm., gulleitur í skálinni,
en gulbrúnn og hærður utanmeð, og
lokast alveg í þurrkum. Vex í þéttum
breiðum á dauðum greinum og fausk-
um af lauftrjám. |Myndir: B&K II, 224;
R&H, 3431
Hefur fundist í Vaglaskógi, og líklega
víðar. Lachnella villosa og Flagelloscypha sp.
hafa einnig fundist hér, á jurtastöngl-
um, en þær eða skyldar tegundir vaxa
einnig á sprekum. M. anomalus hefur
ekki verið getið frá fslandi fyrr.
44. mynd. Dvergleppur (Resupinatus
applicatus) á Hallormsstað 1988.
Ljósm. höf.
132
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998