Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 119

Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 119
Xenasmatales Sistotremataceae Sistotremastrum niveocremum (samnefni: Paullicorticium n.) myndar gráa eða gulgráa, duft- kennda hulu á afberktum laufviði. IMynd: B&K II, 187| Eitt sýni í Botanisk Museum í Kaup- mannahöfn, safnað í Bæjarstaðarskógi 1924, hefurverið greint þannig. Trechispora farinacea - Mjöl- s kán. Myndar grisjukennt, og oft nokkuð slitrótt, gulhvítt eða gul- grátt lag. Yfirborðið lint, vatt- eða mjölkennt, vörtótt og sfðar brodd- ótt, með óreglulegum, samvísandi broddum, allt að 2 mm löngum. Gróin broddótt. (18. mynd) Vex á fúnum viði, bæði á innfluttum barrviði og birkifauskum í skógum, nokkuð tíður, einkum á Austurlandi. (Getið ígömlum heimildum undirnafn- inu Hydnum argutum). Tubulicrinaceae - Kornskænisætt Tubulicrinis subulatus - Korn- skœni. Myndar hvíta eða gulbrúnleita, kornótta og fínlóhærða grisju, sem minnir nokkuð á strásykur. Gróin bjúgalaga, þumlurodd- mjóar.jMynd: B&K II, 212] Aðeins fundinn á innfluttum barrviði í Mjóafirði eystra. Borusveppir (Poryaceous fungi) Margir vanfönungasveppir hafa það sameiginlegt að mynda stæðileg aldin, er rísa út frá eða upp af undirlaginu, sem oftast er trjábolur, og á neðra borði ald- insins eru örmjó hólf eða holur, sem koma fram sem göt á yfir- borði þess, og kallast porae á lat- nesku (enska: pores), og liggur því beint við að kalla þær borur á fslensku, og sveppina borusveppi. Hlutverk boranna er að auka yfir- borð gróbeðsins, svo þar geti rúmast fleiri kólfar. Borurnar eru stundum í sérstöku lagi (boru- lagi, sældu). Lfkja má borunum við göt á sigti eða sáldi, og af því er dregið heitið sáldsveppur, sem hefur verið notað í sömu eða svipaðri merkingu og borusvepp- ur, en nú er frekar haft um vissan bálk þeirra (Polyporales). Þó að flokksheitið borusveppir hafi enga kerfisfræðilega merkingu lengur, er það samt sem áður handhægt til notkunar f greinum sem þessari. Aldin borusveppa eru yfirleitt seig og leðurkennd, brjósk- eða trékennd, en sjaldan holdkennd eins og hjá hattsveppum, enda eru þau oftast miklu varanlegri og geta hjá sumum tegundum orðið áratuga gömul. Fjölbreytni er mikil meðal þessara sveppa, bæði hvað varð- ar innri gerð aldina og aldinlag. Algengasta lagið er í lfkingu við skel (skellag), en tungulag, hóflag og snældulag (hattlag) er einnig algengt, og líka eru til skóf- eða beðjulaga aldin. Sumir þessara sveppa hafa jafnvel eins konar fanir neðan á aldininuTí stað bor- anna. Vefgerð aldina er mjög breytileg, og margar tegundir hafa sérkennileg broddhár (setae) í gróbeðinum. Litir eru sjaldan áberandi hjá þessum sveppum, oftast gráir eða brún- leitir. Langflestir borusveppir vaxa á trjám eða dauðum hlutum þeirra, nokkrir geta líka vaxið á unnum viði (timbri) og fáeinar tegundir vaxa á jarðvegi. Yfirleitt valda þeir fúa í trjám og viði sem þeir vaxa á, en þó eru fáar tegundir verulega skaðlegar. Kerfi borusveppa (eins og ann- arra vanfönunga) hefur verið í endurskoðun undanfarna áratugi, og á líklega enn eftir að breytast. Þeim er nú skipt í nokkra bálka og fjölmargar ættir, og gengur sú skipting oft þvert á ytra útlit eða lögun aldina. Er vandasamt að lýsa þessum nýju kerfiseiningum, og hefur varla þýðingu í greinum af þessu tagi. f Evrópu þekkjast um 200 tegundir af borusvepp- um, en hér á landi aðeins 10-12, sem er furðu fátt. Skýrist það sjálfsagt af skógleysi landsins og einhæfni upprunalegs trjágróð- urs. Hins vegar má búast við að fleiri tegundir flytjist hingað frá grannlöndum með aukinni skóg- rækt. Árið 1966 birti höfundur grein- ina: íslenskir sáldsveppir \ þessu tímariti. Á þeim tíma var þekking- in á þessum sveppaflokki næsta lítil hérlendis, og eru tegunda- skipting og tegundanöfn því orð- in úrelt. Það sem ritað er um flokkinn almennt og íslensku teg- undirnar er þó flest í fullu gildi ennþá. Þær örfáu tegundir boru- sveppa sem vaxa á jarðvegi verða einnig teknar með í þennan kafla, og sömuleiðis verður getið nokkurra sérlega áhugaverðra tegunda, sem ekki hafa fundist hér á landi, og eru þær auð- kenndar með merkinu #. Coriolales - Skeljungsbáikur Coriolaceae - Skeljungsætt Trametes ochracea - Gráskelj- ungur, gráskelingur. (Misnefni: Cori- olus hirsutus, Polyporus hirsutus, Tra- metes hirsuta; samnefni: Polyporus zonatus, Coriolus zonatus, Trametes zonatella, Trametes multicolor). Aldinin skellaga eða hálfmána- laga börð, 3-7 cm breið, og 3-12 mm þykk, oft í þaklögðum þyrp- ingum. Efra borðið grá- eða gul- brúnt fyrst, þakið þéttri ló af að- lægum hárum, er oftast mynda greinileg þverbelti og geislalægar rákir, verður síðan næstum snoð- ið og ýmislega brúnt, grábrúnt eða grænleitt (af þörungum). Aldinið er margært og bætist nýtt vaxtarlag framan á brún þess hvert sumar, sem er ljósara og loðnara en eldri hlutinn. Borulag- ið hvítt eða gulbrúnleitt, gránar SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998 117
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.