Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 78
Meðferð Lifandi plöntur % Meðferð Óhreyfðar lifandi plöntur %
Sandur 84 a Sandur 69 a
Viðmið 84 a Hafrar 64 a b
Áburður 70 a b Áburður 53 b
Hafrar 65 b Viðmið 51 b
3. tafla - Haukadalur.
Hlutfall lifandi og lifandi óhreyfðra plantna árið 1997 af heildarfjölda plantna í
hverjum meðferðarlið í Haukadal. Ekki var marktækur munur milli meðferða sem
hafa sama bókstaf.
(1997 í Haukadal og á Mosfelli,
1998 á Snæfoksstöðum). Tukey's
HSD (a=0,05) var notað til að
bera saman mismunandi með-
ferðir (Leutner og Bishop, 1986).
í Haukadal og á Snæfoksstöð-
um fóru plöntur á milli rása á kaf
í lyng og kjarr. Því var ekki mögu-
legt að meta afdrif plantna í þeim
röðum með þeirri nákvæmni sem
nauðsynleg er. Þess vegna var
plöntum í óunnu landi á þessum
stöðum sleppt f úrvinnslu.
NIÐURSTÖÐUR
OG UMRÆDA
Haukadalur
í Haukadal var hlutfall lifandi
plantna haustið 1997 hæst í
sand- og viðmiðunarrásum en
lægst í hafrarásum (3. tafla) og
voru áhrif meðferðar á lifun
plantna marktæk (F=6,61;
p=0,002). Ekki var marktækur
munur á milli tegunda (F=0,17;
p=0,917).
Verulegur hluti plantna í við-
miðunar- og sandrásum hafði
hins vegar lyfst meira eða minna,
töluverð frostlyfting var í áburð-
arrásum en engin í hafrarásum
(6. mynd).
Áhrif meðferða á hlutfall lifandi
óhreyfðra plantna 1997 var mark-
tækur (F=4,75; p=0,009) og ekki
marktækur munur milli tegunda
(F=0,85, p=0,479). Hlutfall lif-
andi, óhreyfðra plantna var hæst
f sandrásum, litlu lægra í hafra-
rásum en lakara í öðrum með-
ferðarliðum (3. tafla og 6. mynd).
Mosfell
Á Mosfelli hafði meðferð mark-
tækáhrif á hlutfall lifandi plantna
1997 (F=6,12; p<0,001) (4. tafla)
og ekki reyndist marktækur
munur milli tegunda (F= 1,55;
p=0,195). Sá meðferðarliður sem
skar sig úr á Mosfelli var óhreyft-
áburður en þar var marktækt
minnst lifun plantna. í öðrum lið-
um var lifunin á bilinu 65-75% og
ekki marktækur munur þar á
milli. Hæst lifun var í sand- og
áburðarrásum (4. tafla).
Marktækur munur var á hlutfalli
óhreyfðra lifandi plantna eftir
meðferðum (F= 14,99; p<0,001).
Auk þess var marktækt samspil
milli meðferða ogtegunda
(F=4,23; p=0,003) og var því mun-
ur á áhrifum mismunandi með-
ferða á lyftingu plantna eftir því
hvor tegundin átti í hlut. Meðal
birkiplantna var hlutfall lifandi,
óhreyfðra plantna hæst í hafrarás-
um en lægst í viðmiðunarrásum
(7. mynd) og var sá munur mark-
tækur (4. tafla). Hlutfall lifandi,
óhreyfðra lerkiplantna var hæst í
áburðarrásum og lægst í viðmið-
unarrásum og sá munur einnig
marktækur (4. tafla, 8. mynd).
4. tafla - Mosfell. Hlutfall lifandi og Iifandi óhreyfðra plantna árið 1997 af heildarfjölda plantna í hverjum meðferðarlið á
Mosfelli. Ekki var marktækur munur milli meðferða sem hafa sama bókstaf.
Meðferð Lifandi plöntur% Teg. Meðferð Lifandi óhreyfðar plöntur %
TTS-sandur 75 a Birki TTS- hafrar og áb. 84 a
TTS-áburður 75 a Óhr-viðmið 81 a
Óhr.-viðmið 74 a TTS-áburður 62 a b
TTS-viðmið 66 a TTS-sandur 46 b c
TTS-hafrar og áb. 66 a Óhr.-áburður 41 b c
Óhr.-áburður 43 b TTS-viðmið 23 c
Lerki TTS-áburður 59 a
Óhr-viðmið 58 a
TTS-sandur 52 a b
TTS- hafrar og áb. 48 a b
Óhr.-áburður 42 a b
TTS-viðmið 29 b
76
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998