Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 148

Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 148
MINNING Gunnar Freysteinsson skógfræðingur F. 27. apríl 1970. • D. 5. júlí 1998. Það mun hafa verið um vorið 1990 að ungur maður kom til mín á skrifstofu Skógræktarfélags íslands og spurðist fyrir um skógræktarnám. Frekar var hann hlé- drægur en ekki gat það dulist neinum að hér var á ferð efnilegur piltur sem greinilega vissi sínu viti. Man ég að við ræddum dágóða stund og einhverjar upplýsingar um skógræktarnám hafði þessi feimni stúdent með sér í farteskinu. Atvikin höguðu þvf svo þannig að þessi ungi maður, Gunnar Freysteinsson, hóf nám í skógfræði í Noregi og réðst til starfa næstu sumur hjá Skógræktarfélagi íslands. Gunnar vann í sumarleyfum sínum hjá félag- inu og fylgdi honum jafnan andblær hlýju og birtu. Á námsárunum í Noregi þroskaðist Gunnar mikið. Hinn feimni menntaskólanemi eins og hann kom mér fyrir í fyrstu var orðinn hressilegur í yfirbragði, opinn og mótaður einstaklingur, jafnvel hrókur alls fagnaðar í umræðum um landsins gagn og nauðsynjar á kaffi- stofunni á Ránargötu 18. Þekking hans á sögu og þjóð- legum fræðum, landafræði, kynstofnum og ættbálk- um, svo nokkuð sé nefnt, var viðbrugðið og var oft og tíðum hrein unun að leggja við hlustir þegar Gunni, eins og hann var kallaður hér á bæ, lét gamminn geisa. Á vegum félagsins fór Gunnar vítt og breitt um land- ið ásamt öðrum starfsmönnum félagsins, bæði til grisj- unar, gróðursetningar og annarra tilfallandi verka. Allt var það leyst samviskusamlega af hendi. Ljúfmennska Gunnars og glettni féll í góðan jarðveg hjá þeim fjöl- mörgu skógræktarfélögum sem nutu krafta hans. Til marks um viðmót Gunnars rifjast upp eitt samtal sem einn stjórnarmaður f Skógræktarfélagi ísafjarðar sagði mér frá í sumar. Hafði Gunnari og öðrum grisjunar- mönnum verið boðið heim í kaffisopa að vinnudegi loknum en svo skemmtilegt var að spjalla og hlusta á hverja söguna á fætur annarri sem Gunnar hafði á reið- um höndum að ekki var gengið til náða fyrr en klukkan var langt gengin í fjögur um nóttina. Eitt sumarið sem Gunnar var hér í vinnu bað ég hann um að taka saman Höfunda- og efnisskrá Ársritsins. Leysti Gunnar það bæði fljótt og vel af hendi og kom öllu haganlega fyrir á tölvutæku formi. Það kom því ekki á óvart að Gunnar útskrifaðist frá Háskólanum á Ási með glæsibrag. Á námsárunum tók Gunnar virkan þátt í félagslffi skólans þar ytra og var fremstur í flokki meðal jafningja. Skipulagði m.a. ferð með bekkjarfélög- um sínum hingað til íslands og ýmislegt fleira, m.a. dagskráratriði á Ási þegar Vigdfs Finnbogadóttir forseti fslands kom þar í heimsókn, var það landskeppni í gróðursetningu sem íslendingar unnu eðlilega. Gunnar vann hjá félaginu sumarið sem hann útskrif- aðist en hóf síðan störf hjá Skógrækt ríkisins, og var fljótlega fenginn til að taka að sér undirbúningsvinnu vegna svokallaðra Suðurlandsskóga en þar skipti vinna Gunnars sköpum. Mér er til efs að verkefni Suðurlands- skóga hefði orðið jafn heilsteypt og ftarlegt og raun bar vitni án þeirrar þekkingar og talnameðferðar sem Gunnar átti hvað drýgstan þátt f að færa í endanlegan búning. Áætlun um Suðurlandsskóga varð síðar megin- grundvöllur þeirra laga sem Alþingi samþykkti árið 1997. Þrátt fyrir að Gunnari farnaðist vel á Suðurlandi voru fræðimennska og vísindastörf honum í blóð borin. í eðli sínu var Gunnar sá er leitaði svara og spurði að or- sök og afleiðingu. Á vettvangi vísinda eru náttúrulög- málin lögð á vogarskálarnar og rökhugsun beitt til að leysa gáturnar. Vísindaleg verkefni er varða íslenska skóg- og trjárækt eru mörg og sum viðamikil og flest enn óleyst. Inn á þessa braut stóð hugurinn. Framund- an voru kaflaskipti í lífi Gunnars, þar sem hann var að hasla sér völl á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á 146 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.