Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 125
m SgsSwgj
»fE
Vex oftast á grónum jarðvegi við lif-
andi lauftré eða stubba, einnig á stubb-
um. Er talið að hún sé oft í tengslum
við rætur trjánna, ef til vill snfkill á
þeim. Hér eingöngu fundin með birki,
einna tíðust á Norðurlandi eystra og á
Héraði. Einnig fundin í skógræktarreit
við Rauðavatn, Reykjavík, og í Þórs-
mörk. Nokkuð breytileg, hugsanlega til-
heyra sum sýnin P. badius, sem er stærri
og vex jafnan á dauðum viði. |Mynd:
B&KII, 415|
Lentinus lepideus - Hjartar-
fiornssveppur.
Stórvaxinn hattlaga sveppur
með fönum. Hettan flöt eða
trektlaga, 3,5-12 cm í þvm., Ijós-
brún, en m.e.m. þakin af grábrún-
um flösum. Barðið innbeygt, með
himnufaldi á ungum eintökum.
Fanir hvítar fyrst, en síðan gul-
gráar, fastvaxnar við stafinn,
breiðar; eggin óreglulega tennt
eða rifin. Stafur 9-12 x 1-3 cm,
sverastur efst, oft hjámiðja, sam-
lita hettu og með sams konar
flösum, sem eru dekkstar neðan-
til. Fóturinn rótlaga, þakinn dökk-
brúnum flösuhárum. Ung eintök
eru stundum með votti að kraga
á stafnum. Holdið seigt, leður-
kennt, hvítt; gulleitt neðantil í
staf og brúnt neðst. Lykt minnir á
sagað timbur. Gróduft hvítt.
(28. mynd)
Vex á dauðum barrtrjám og viði úr
þeim, bæði utan- og innanhúss, svo
sem bjálkum, síma- og rafstaurum, og
veldur brúnum fúa f þeim. Þegar hann
vex innanhúss f myrkri myndar hann
furðulegt hjartarhornslaga form (/. cer-
atioides), sem er dökkbrúnt að lit, og get-
ur orðið um 1/2 m að lengd. Var því
einu sinni lýst sem sjálfstæðri tegund.
(Sjá grein mína: „Hjartarhornssveppur”
í Skógræktarritinu 1988).
Boletales - Pípusveppabálkur
í þessum bálki eru hinir al-
kunnu pípusveppir (Boletaceae,
Gomphidiaceae), sem lifa í
svepprótarsambandi við ýmis tré,
og fylgja þeim fast eftir, þó að
aldin þeirra vaxi á jarðvegi. Með-
28. mynd. Hjartarhornssveppur (Lent-
inus lepideus) á rekaviði á Egilsstöðum
1987. Ljósm. höf.
al þeirra eru kúalubbi, furusúlungur
og lerkisúlungur, sem eru vinsæl-
ustu matsveppir landsins. Þó
ótrúlegt megi virðast hefur ættin
Coniophoraceae nýlega verið færð
yfir í þennan bálk, en tegundir
hennar hafa bólsturlaga eða
skóflaga aldin, og vörtóttan eða
völundarhúslaga kólfbeð, og
þeirra á meðal eru tveir skaðleg-
ustu fúasveppir jarðar, sem
einnig finnast hér á landi.
Coniophoraceae -
Kjallarasveppsætt
Hypochniciellum molle - Mjúk-
himna.
Myndar lingerða, vattkennda
eða ullkennda himnu, sem er
lauslega fest við undirlagið. Yfir-
borðið hnökrótt-vörtótt, gulhvítt
eða rjómagult. laðarinn þráðótt-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
123