Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 128
33. mynd. Hreiðurbelgur (Nidularia
farcta) á rekaviði á Unaósi á Héraði
1988. Ljósm. höf.
34. mynd. Grisjubelgur (Mycocalia Aenu-
data) á rekaspýtu á Unaósi á Héraði
1988. Ljósm. höf.
35. mynd. Slöngvibelgur (Sphaerobolus
stellatus) á rekaspýtu á Unaósi á Héraði
1988. Ljósm. H.Kr.
Sphaerobolus stellatus -
Slöngvibelgur, skotbelgur.
Þetta er agnarlítill belgsveppur,
sem vex oftast á hálffúnum viði.
Aldinið kúlulaga í fyrstu, 1,5-2
mm í þvm., þakið af gulleitri ló.
Við þroskann springur hýðið að
ofan, og myndar 5-9 flipa, sem
eru gulbleikir að innanverðu og
sperrast út til hliðanna, svo
aldinið verður bikarlaga og líkist
stjörnu ofan frá séð. Kemur þá
ein brúnleit, kúlulaga grókringla í
ljós, um 1 mm í þvm., líkt og egg
í bikar. Undirlag hennar byrjar að
þrútna, og skyndilega gúlpast
það út úr bikarnum, og skýtur
kringlunni nokkur fet upp í loftið,
en eftir verður hálfglær blaðra
ofan á aldininu. Þegar heitt er í
veðri gengur þetta hratt fyrir sig,
og sé rök spýta með fullþroska
aldinum borin inn í húshita, líður
oftast ekki á löngu þartil kúlurn-
ar skjóta. (35. mynd)
Hefur fundist á fáeinum stöðum í öll-
um landshlutum, en er hvergi algeng-
ur.
(Fáeinartegundir físisveppa
(Lycoperdales) geta vaxið á fúnum viði.
Hér er það aðallega tegundin Lycoperdon
pyriforme, sem kemur fyrir að vex á
grautfúnum og mosagrónum birki-
stubbum í skógum).
Hattsveppir
(Agaricoid fungi)
Hattsveppir einkennast af því
að aldin þeirra eru vanalega með
snældulagi eða hattlagi, það er
skipt í hettu og staf, og neðan á
126
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998