Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 133
lóhærður neðantil eða neðst.
Holdið hvítt eða gulleitt, seigt.
Lykt og bragð ekki áberandi.
[Myndir: B& K III, 210; R&H, 371]
(42. mynd)
Vex í brúskum á stubbum eða sködd-
uðum (hálfdauðum) trjám af elri, víði,
ösp o.fl, lauftr|ám. Hérlendis fundinn á
gulvíði, gljávíði og alaskaösp, á
nokkrum stöðum í ýmsum landshlut-
um, fyrst f Reykjavík 1992. Þolir vel að
frjósa og erlendis vex hann aðallega á
haustin og veturna, en hériendis einnig
sfðsumars.
Mycena galericulata - Stubba-
helma.
Fremur lítil og mjóslegin, mó-
brún, með rauðleitar fanir. Hettan
2-6 cm, klukkulaga og sfðar
hjálmlaga, leðurbrún íþurrviðri,
en grábrún í raka. Fanir bugstafa,
hvítar eða gráleitar, sfðan grá-
bleikar eða rósrauðleitar, oft
blettóttar. Stafur4-10 cm langur,
grannur, stffurog seigur, stundum
dálítið flatvaxinn, samlita fönum
efst en brúnn neðantil, oft rótlaga
að neðan. Lykt dauf, stundum
ávaxtakennd. (43. mynd)
Vex í birkiskógum, oftast á grautfún-
um og mosavöxnum stubbum eða
fauskum af birki. Fundin víða um land,
en hvergi algeng. Mjög breytileg, og lík-
fega er um tegundahóp að ræða.
Fleiri helmutegundir (Mycena) geta
vaxið á stubbum og fauskum, svo sem
Mycena abramsi - Bjölluhelma og Mycena
cubromarginala - Rauðeggjahelma.
Leppsveppir kallast nokkrar
sveppategundir, sem tilheyra
ýmsum kvíslum af skjaldsvepps-
*tt, en eru ólíkar venjulegum
hattsveppum að því leyti, að
aldinið er einhliða, oftast skel-
laga, tungulaga eða lepplaga,
með örstuttum, hliðstæðum staf
eða staflaust, enda oftast fest við
m.e.m. lóðrétta trjástofna eða
greinar. Oft eru aldinin dálítið
hlaupkennd í rakviðri, en hörð í
þurrkum. Þessir sveppir líkjast
bví vanfönungum að lifnaðarhátt-
um og vaxtarlagi, og voru áður
fyrr taldir til þess flokks.
Hohenbuehelia ?atrocoerulea -
Svartleppur, hefur óreglulega skellaga
hettu, 0,5-1 cm á breidd, fest á hliðinni
við undirlagið, nánast staflaus, seig og
hörð í þurrki, en linast upp í raka, sót-
brún, grá- eða hvíthærð næst festing-
unni, annars feitiglansandi. Fanirgisnar
og þykkar, greinóttar, geisla frá festing-
unni, gulbrúnar. Holdið ljósleitt.
IMyndir: B&K III, 222]
Vex á lauftrjám, bæði lifandi og
dauðum. Hér aðeins fundin á dauðu
reynitré á Eiðum á Héraði austur. Ekki
getið fyrr frá íslandi.
Resupinatus applicatus - Dvergleppur
er smávaxin tegund, skel- eða skállaga,
0,5-1 cm f þvm., fest að ofanverðu
nærri miðjum kanti, grábrún á barði en
42. mynd. Veturfönungur IFIammulina
velutipes) á barkskorinni alaskaösp í
nóvemberlok á Egilsstöðum 1997.
Austramynd / Sigurður Björn Blöndal.
sótbrún ofar, staflaus. Fanir steingráar,
síðan grábrúnar. Holdið seigt, hlaup-
kennt. (44. mynd)
Vex á fúnum sprekum og fauskum af
lauftrjám og runnum, hér aðeins fundin
á rifsi á Hallormsstað.
Panellus mitis - Vcengleppur er einnig
smávaxinn, skel- eða nýralaga, hvítur
að lit, en síðan gulbrúnieitur, með
hlaupkennda húð sem hægt er að flá af.
Fanir hvítar, síðan gráleitar með rós-
rauðum blæ. Stafur hliðstæður, stuttur
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
131