Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 61
reyndist heyþakning þar hafa
umtalsvert jákvæð áhrif á vöxt
(4. mynd (b)). Þremurárum eftir
gróðursetningu voru plöntur
vaxnar upp í heyi 55 cm (155% af
hæð viðmiðunarplantna), saman-
borið við 48 cm (136% í húsdýra-
áburði) og 46 cm (130%) í plasti.
I Sandlækjarmýri kom alls
staðar fram marktækur munur á
hæð mismunandi plöntugerða
við sömu þakningu (2. mynd (a)).
Yfir heildina höfðu plöntur, sem
gróðursettar höfðu verið vor-
gamlar, náð 48 cm hæð (175% af
hæð plantna sem vaxið höfðu
upp af græðlingum) en plöntur,
sem gróðursettar höfðu verið árs-
gamlar, höfðu náð 62 cm (227%
af hæð fyrrum græðlinga).
A Markarfljótsaurum var sá
einn marktækur heildarmunur á
hæð mismunandi plöntugerða,
að plöntur vaxnar upp af 4-ára
beðplöntum höfðu enn marktækt
forskot á aðrar plöntugerðir, þótt
þessar plöntur hefðu hvergi náð
upphaflegri hæð við gróðursetn-
>ngu. innan einstakra þakningar-
meðferða var þó stundum einnig
nnarktækur munur á milli annarra
Plöntugerða (græðlinga, vorgam-
alla, ársgamalla). T.d. gátu plönt-
ur vaxnar upp af græðlingum í
sumum tilvikum verið marktækt
hærri en plöntur vaxnar upp af
vorgömlum bakkaplöntum (27%
hærri í heyi og 48% hærri í plasti).
Mikill munur kom fram við
ffokkun plantna eftir skemmdum
Þakningartilraun á Markarfljótsaurum, sumarið 1994 (tveimurárum eftirgróðursetningu).
Frá vinstri tii hægri: viðmiðun, mykjuþakning og heyþakning. Merki um skemmdir á
fjögurra ára gömlum beðplöntum sjást vel á trjám lengst tii hægri. Mynd: A.S.
Þakningartilraun á Markarfljótsaurum, sumarið 1996 (fjórum árum eftir gróðursetn-
ingu). Mynd: A.S.
Fylgni milli hlutfalls skemmda á plöntum
1 næturfrosti í Sandlækjarmýri þ. 11.
ágúst 1993 og hlutfalls lifandi plantna í
sömu tilraun haustið 1995. Skýringar: r =
fylgnistuðull; p = líkur; n = fjöldi staka
(meðaltala).
(a) Fylgni milli hlutfalls óskemmdra
Plantna í ágúst 1993 (í skemmdarflokki I,
skv. töflu 2) og hiutfalls lifandi plantna
haustið 1995. (b) Fylgni milli hlutfalls
mikið skemmdra plantna í ágúst 1993 (í
skemmdarflokki 3, skv. töflu 2) og hlut-
falls lifandi plantna haustið 1995.
Fylgnistuðull er marktækur (alpha= 0,05)
1 heildina og fyrir flestar einstakar plöntu-
gerðir.
Tafla 6 (a) r P n
græðlingar 0,201 0,456 16
2ja mán. bakkaplöntur 0,634 0,003 20
1 árs bakkaplöntur 0,593 0,006 20
í heild 0,511 0,000 56
Tafla 6 (b) r P n
græðlingar -0,642 0,007 16
2ja mán. bakkaplöntur -0,835 0,000 20
1 árs bakkaplöntur -0,440 0,052 20
í heild -0,580 0,000 56
SK.ÓGRÆKTARRITIÐ 1998
59