Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 65

Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 65
bein stunga græðlinga hins vegar afar illa. Að meðaltali lifðu að- eins 22% græðlinga við lok þriðja sumars í Sandlækjarmýri en 29% beirra á Markarfjótsaurum. Bæði í Sandlækjarmýri og á Markar- fljótsaurum kom hinn mikli mun- ur á afföllum milli græðlinga og annarra plöntugerða fram strax fyrsta haust eftir gróðursetningu. Hér fær bein stunga stiklinga, sem aðferð við asparskógrækt, þó ómaklegan og óréttlátan dóm. f bessari tilraun var á margan hátt staðið öðruvísi að meðhöndlun stiklinga fyrirstungu en heppi- iegt hefði verið. Þegar stiklingum var stungið vorið 1992 höfðu þeir staðið tæplega einn mánuð í vatni. Á flestum stiklinga höfðu myndast s.k. „vatnsrætur" og stiklingar voru orðnir allaufgaðir. Vatnsrætur skafast gjarnan af stiklingum við stungu og dregur þá mjög úr lffslfkum, auk þess sem útgufun verður mikil hjá allaufguðum stiklingum, með Þeim afleiðingum að þeir þorna UPP. Vorið 1995 var endurtekin tilraun til þess að fá réttmætara mat á notkunarmöguleikum beinnar græðlingastungu alaska- aspar. Þá voru græðlingar vafðir í Þlautan pappfr að lokinni söfnun > lok aprílmánaðar, og þeir geymdir í kæli (við 3-4°C) í rúm- iega mánuð fram að stungu á Markarfljótsaurum. Við stungu Voru græðlingar ólaufgaðir og höfðu aðeins myndað smávaxna rótarvísa. Tveimurárum eftir stungu var meðalhlutfall lifandi Plantna vaxnar upp af þessum græðlingum 80% í viðmiðun og svörtu plasti (Aðalsteinn Sigur- geirsson, óbirt gögn). Af þessu er 'íóst, að taka verður þeim Iágu lifunarhlutföllum græðlinga sem birtast í niðurstöðum tilraunar- 'anarfrá 1992 meðallmiklum fyrirvara og varlega skal farið í að alhæfa út frá þeim um notkunar- möguleika beinnar stungu græðlinga í asparskógrækt. Ef aðeins er skoðuð lifun og hæðarvöxtur í plasti og viðmiðun í Sandlækjarmýri, er lítill munur milli vorgamalla og ársgamalla plantna. í heildina (hjá öllum þakningarmeðferðum) eru árs- gamlar þó 30% hærri en vorgaml- ar. Afföll af völdum næturfrosts í ágúst 1993 í heyi og mykju í Sandlækjarmýri urðu meiri á vor- gömlum en ársgömlum fjölpotta- plöntum og vöxtur í heyi, mykju og plasti varð einnig minni hjá vorgömlum en ársgömlum. Skýringin á þessum mun gæti tengst því, að rótarkerfi vorgam- alla plantna hafi verið minna og veikara en hjá ársgömlum plönt- um. f næturfrostinu hafi plöntur með veigalítið rótarkerfi átt örð- ugra með að draga nægilega hratt og mikið vatn upp f blöð og stöngul, og því verið berskjald- aðri gagnvart vefjaskemmdum af völdum næturfrostsins. í þessu sambandi er vert að geta þess að hjá plöntum er þol gagnvart frosti og þurrki nátengt lífeðlis- fræðilega (Levitt 1980). Á Markar- fljótsaurum lifðu vorgamlar mun verr en ársgamlar fjölpottaplönt- ur við allar þakningarmeðferðir, og voru ársgamlar plöntur þar 24% hærri en vorgamlar. Af þessu öllu má draga þá ályktun, að eftir þvf sem aðstæður verða erfiðari á vaxtarstað, hvort heldur er vegna óhagstæðrar veðráttu eða jarð- vegsgerðar, megi ætla að vor- eða sumargömlum fjölpotta- plöntum sé hættara við vanhöld- um en fjölpottaplöntum sem notið hafa umönnunar í gróðrar- stöð heilt ár. Með öðrum orðum er öruggara að fjölpottaplöntur séu veturvistaðar í gróðrarstöð, en að þær séu gróðursettar sama sumar. í viðmiðun, heyi og plasti á Markarfljótsaurum uxu plöntur vaxnar upp af græðlingum lítil- lega, en marktækt, betur en vorgamlar plöntur. Skýringin gæti legið í því að þeir hinna 20-25 cm löngu græðlinga sem lifðu af fyrsta sumar hafi frá upphafi náð betur ofan f jarðrakann og þannig náð forskoti á vorgamlar plöntur, með mun grunnstæðara rótarkerfi. Á Markarfjótsaurum voru fjögurra ára gamlar beðplöntur einnig bornar saman við fyrr- nefndar plöntugerðir. Fyrsta ár tilraunarinnar urðu beðplöntur fyrir verulegum vetrarskemmdum og töpuðu mestum hluta hæðar sinnar, en voru allar iifandi þrem- ur árum síðar. Við lok fjórða sumars voru beðplöntur að með- altali 60% hærri en plöntur sem verið höfðu ársgamlar við gróður- setningu. Á Markarfljótsaurum vekur athygli að afföll á ársgömlum bakkaplöntum voru afar lftil, með eða án mismunandi þakningar, og að jafnaði lifði þessi plöntu- gerð jafn vel og 4-ára beðplöntur. Haustið 1995 voru beðplönturnar talsvert lægri en við gróðursetn- ingu og höfðu ekki vaxið hraðar en aðrar plöntugerðir (2. mynd). Að auki eru beðplöntur nú (vorið 1998) orðnar margstofna og mun runnvaxnari en aðrar plöntugerð- ir, vegna endurtekinna skara- skemmda og annarra áfalla fyrstu vetur eftir gróðursetningu. Við þessi skilyrði (á bersvæði, í rýrum jarðvegi, og þar sem lítillar gras- samkeppni gætir) er ljóst að eng- inn ávinningur er í því fólginn að nota stærri og eldri beðplöntur í stað smávaxnari fjölpottaplantna, enda fylgir notkun beðplantna margfalt meiri kostnaður. Ályktanir: * Alaskaösp lifir f heildina lítið eitt betur, en vex hægar, á ófrjósömum, iítt grónum áraur- um (Markarfljótsaurum) en á frjósamri, framræstri mýri (Sandlækjarmýri). * Þakning með plastdúk, hús- dýraáburði og einkanlega heyi bætir vöxt alaskaaspar á áraur- um. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.