Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 48
23. mynd. Landnemará berki um 40
ára gamalla alaskaaspa í Eyjafirði 1996.
Sjá má a.m.k. sex tegundir í þessu
samfélagi á myndinni. Þetta eru að
mestu sömu tegundir og nema land á
gömium spýtum sem lengi veðrast úti.
Greina má viðardoppu (svartarask-
hirslur, Buellia punctata), toppaglætu
(ljósgul, Candelariella vitellina) og eina
tegund törgu (brúnar askhirslur með
hvítum jaðri, Lecanora). Síðan eru á
myndinni þrjártegundiraf merlum
(rauðgular, Caloplaca). Oft er erfitt að
nafngreina hrúðurflétturnar, og verður
oft ekki gert án þess að skoða sneiðar
gegnum askhirslur í smásjá.
24. mynd. Alfabikar (Cladonia cMoro-
phaea) í skógarbotni á Stálpastöðum í
Skorradal 1989.
25. mynd. Sprekbroddar (Cladonia
coniocraea) á fúaspreki í skógarbotni á
Hreðavatni 1989.
ekki enn þá náð að dreifast hring-
inn f kring um landið.
Hins vegar er ekki víst að þessi
sögulega skýring gildi um flétt-
urnar þótt það sé ekki útilokað.
Einnig getur verið að skilyrðin
séu að einhverju leyti betri í
skógum inndala á Austurlandi en
annars staðará landinu. Svo
virðist sem austurströndin sjálf
bjóði að jafnaði ekki upp á skil-
yrði fyrir þennan gróður, þar sem
hann finnst alltaf helst inni í döl-
um lengra frá sjó, þar sem loft er
trúlega kyrrara, en þó rakt. Við
þurrt meginlandsloftslag, eins og
ríkir í Vaglaskógi og inndölum
Fnjóskadals og Mývatnssveit er
ásætugróður á birki fremur fá-
tæklegur.
Það er því hvort tveggja mögu-
legt, að fléttugróðurinn hafi náð
betur fótfestu hér en annars stað-
arvegna loftslagsskilyrða, en
einnig getur verið að hér séu
varðveittar leifar af fléttugróðri,
sem áður hefur haft meiri út-
breiðslu á landinu, á meðan
skógurinn var samfelldari. Þá
gætu áðurnefnd loftslagsskilyrði
á þessu svæði átt þátt í varð-
veislu þeirra hér fremur en ann-
Mm
46
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998