Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 129
hettunni eru geislalægar fanir
eða (sjaldnar) pípulag. Holdið er
vanalega lint, svampkennt, og
varir aðeins skamman tfma,
nokkra daga eða vikur, og aldinin
vaxa að jafnaði síðsumars. Gróin
myndast og þroskast á fönunum
og hafa sérstakan losunarbúnað.
(Til hattsveppa teljast nú einnig
ýmsir neðanjarðar-belgsveppir,
sem þroska gró f lokuðu aldini).
Hattsveppir vaxa yfirleitt á jarð-
vegi, langflestir í skógum, ýmist
bundnir trjánum með svepprót,
eða lifa sem rotsveppir á skóg-
botninum þar sem þeir nærast á
því að umbreyta viðar- og blað-
leifum í gróðurmold. Fáar teg-
undir hattsveppa vaxa eingöngu
á trjáviði eða timbri, en ýmsar
hittast stundum á fúafauskum,
stubbum eða sprekum, þó ekki
séu þær bundnar við það undir-
lag, og geta því ekki kallast eigin-
legir viðarsveppir. Hér verður lýst
nokkrum sveppum sem tilheyra
fyrra flokknum, og nokkurra ann-
arra lauslega getið.
Agaricales - Kampsvepps-
bálkur
Einkennist aðallega af dökklit-
um gróum (brúnum, svörtum,
fjólubláum), sem eru vanalega
slétt og nær alltaf með spíruopi.
Oft með nokkuð greinilegum
kraga ofantil á stafnum. Helstu
ættir eru: Agaricaceae, Bolbiti-
aceae, Coprinaceae og Strophari-
aceae. Viðarsveppirnir sem hér
verður getið eru allir af síðast-
nefndu ættinni.
Strophariaceae - Blínusveppsætt
Hypholoma fasciculare - Brenni-
steinsheftingur.
Meðalstór hattsveppur, sem
vex í þéttum knippum. Á ungum
36. mynd. Logaskrýfa (Pholiota alnicola)
á birkistubb á Hallormsstað 1986.
Ljósm. höf.
aldri er hann allur brennisteins-
gulur, og holdið sömuleiðis, en
hettan verður brúnleit eða brún í
miðju, og fanir gulgrænar. Oftast
með nokkuð greinilegum, ull-
kenndum kraga ofantil á stafnum
Hattþvermál 2-5 cm og hæðin
3-10 cm. Með beisku bragði og
fúlri lykt. Gróduftið brúnt. Ertal-
inn eitraður.JMyndir: B&K IV,
411; R&H, 447|
Vex á trjástubbum og fúnum viði,
bæði af barr- og lauftrjám. Hér aðeins
fundinn á stubbum í gamla kirkjugarð-
inum í Reykjavík. Líklega slæðingur.
Hypholoma capnoides er náskyld teg-
und, sem vex á jarðvegi í kirkjugörðum,
líklega í tengslum við líkkistuviðinn.
Fundin á Akureyri og í Reykjavík.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
127