Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 54
Vorið 1992 var lögð út tilraun á
tveimur stöðum á Suðurlandi
með eftirfarandi að markmiði:
1. Að kanna áhrif mismunandi
þakningar á lífslíkur og vöxt
ungra plantna af alaskaösp.
2. Að kanna lífslíkur og vöxt mis-
munandi plöntugerða.
3. Að leita leiða til að koma á
legg asparskógi á næringar-
snauðum jökuláreyrum.
Efni og aðferðir
Tilraunastaðir
Tilraunum var valinn staður á
eftirfarandi stöðum:
1. Markarfljótsaurum, í landi Bú-
lands, Austur-Landeyjum, Rang-
árvallasýslu (63°40' N, 20° 01'V,
50 m hæð yfir sjávarmáli), tæp-
lega 3 km VSV af Stóra-Dímon.
Jarðvegur á tilraunasvæðinu er
ófrjór og lítt gróinn áraur (blanda
af leir, sandi, möl og hnullung-
um) sem myndast hefur af fram-
burði Markarfljóts á undanförn-
um 10.000 árum (Hreinn Haralds-
son 1981). larðvegur á tilrauna-
svæðinu er dæmigerður fyrir all-
stóran hluta þeirra 360 km2 sem
teljast til Markarfljótsaura.
2. Sandlœkjarmýri, í landi Þránd-
arholts f Gnúpverjahreppi, Árnes-
sýslu ( 64°03' N; 20°22V, 70 m
hæð yfir sjávarmáli). larðvegur á
tilraunasvæðinu er nokkuð
dæmigerður fyrir jarðveg á fram-
ræstu mýrlendi á Suðurlands-
undirlendinu, með lítt ummynd-
uðum jurtaleifum, blönduðum
ösku og fokmold. Svæði það, sem
tilraunin er á, var ræst fram árið
1990. Vorið 1991 var landið plægt
og herfað.
Gróðursett var í tilraunareitina
um mánaðamótin maf-júní 1992.
Fyrr um vorið hafði tilraunin ver-
ið undirbúin með viðeigandi
þakningu svo sem lýst verður hér
á eftir.
Plöntugerðir
í tilrauninni var notaður einn
klónn: Súla (Nr. 63-14-002, kven-
kyns, kvæmi: Yakutat, 59°32'N;
1 ’i9°d5'\!-, 20 m hæð yfir sjávar-
máli) úr söfnun Hauks Ragnars-
sonar í Alaska árið 1963. Súla var
valin sökum þess að hún er álitin
hraðvaxin, vindþolin og tiltölu-
lega örugg í ræktun á Suðurlandi
(Líneik A. Sævarsdóttir og Úlfur
Óskarsson 1990). Einnig réði
miklu um val hennar, að hægt var
að fá allar þær plöntugerðir sem
vert þótti að bera saman í til-
rauninni.
Á báðum tilraunastöðum voru
reyndar þrjár plöntugerðir:
(i) Græðlingar (20-25 cm að
lengd), sem safnað var af eins
og tveggja ára gömlum sprot-
um fjögurra ára gamalla trjáa
sem uxu í beði sunnan við
Rannsóknastöð Skógræktar
ríkisins á Mógilsá.
(ii) Plöntur sem ræktaðar höfðu
verið í 150 cm3 fjölpottum (FP-
35), upp af smávöxnum græðl-
ingum sem stungið var 2 mán-
uðum fyrir gróðursetningu (hér
eftir: „vorgamlar plöntur").
(iii) Plöntur sem ræktaðar höfðu
verið eitt ár í 150 cm3 fjölpott-
um (héreftir: „ársgamlar
plöntur").
Til viðbótar hinum þremur var
eftirfarandi plöntugerð reynd á
Markarfljótsaurum:
(iv) Fjögurra ára gamlar berrót-
arplöntur, ræktaðar í beði að
Mógilsá (hér eftir: „4-ára beð-
plöntur").
Græðlingum, sem ætlaðirvoru til
beinnar stungu, var safnað um
mánaðamótin apríl-maí 1992.
Frá söfnun og fram að gróður-
setningu voru þeir geymdir í
vatnsfötu utandyra á Mógilsá, og
þess gætt að a.m.k. 5 cm stæðu
upp úr vatnsborðinu á hverjum
tíma. Á sama tíma var safnað
græðlingum sem ætlaðir voru til
ræktunar á „vorgömlum". Þeir
græðlingar voru 6-9 cm langir, og
var þeim þeim stungið í 150 cm3
fjölpotta í mold sem blönduð var
að 2/3 hlutum með Sphagnum-
molden 1/3 meðvikri. Plönturnar
voru síðan ræktaðar í sex vikur í
gróðurhúsi og tvær vikur utan-
dyra, fram að gróðursetningu.
Þórarinn Benedikz aðstoðar Aðalstein
Sigurgeirsson við Sýsifosarstrit (þ.e.,
að berja niður hornstaur að tilraun á
Markarfljótsaurum vorið 1992). Aurinn
reyndist afar harður og erfiður til gróð-
ursetningar með hefðbundnum
plöntustöfum. Mynd: Ása L. Aradóttir.
52
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998