Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 5

Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 5
Skógræktarfélag Íslands er landssamband 60 skógræktar félaga sem starfa í flestum byggðarlögum landsins. Skóg ræktar félögin mynda breiðfylkingu nærri 8.000 áhuga- og stuð ningsmanna skógræktar. Skógræktarfélag Íslands er málsvari félaganna og hefur það m.a. að markmiði að stuðla að trjá- og skógrækt, gróð ur vernd og landgræðslu og að fræða og leiðbeina um skóg- rækt. Skógræktarfélögin eru að sjálfsögðu öllum opin og eru allir sem skóg- rækt unna hvattir til þátttöku. Skógræktarritið (áður Ársrit) hefur komið út samfellt frá árinu 1932 og er eina fagritið sem fjallar sérstaklega um efni er varða skógrækt. Ritið kemur út tvisvar á ári og er hægt að fá það í áskrift (skog.is). Þeir sem hafa áhuga á að skrifa greinar í ritið eru hvattir til þess að hafa samband við ritstjóra (bj@skog.is). Hægt er að fá helstu upplýsingar um fjölþætt starf Skógræktar félags Íslands og aðildarfélaganna á heimasíðunni skog.is. Leiðbeiningar til höfunda greina í Skógræktarritinu Til að tryggja betra samræmi milli greina í ritinu og til hagræðingar við próf- arkalestur og umbrot var ákveðið að búa til einfaldan staðal fyrir Skógræktar- ritið um meðferð heimilda og aðra uppsetningu, sem tekur á helstu atriðum sem upp hafa komið þar sem frágangur höfunda hefur verið misjafn. Staðall- inn er aðgengilegur á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands (Útgáfa – Skóg- ræktarritið): www.skog.is/images/stories/utgafa/skogrit-gatlisti.pdf Endanlegur frágangur sniðmáts er gerður af prófarkalesara hjá Skógræktar- félagi Íslands Skógræktarfélag Íslands og Skógræktarritið Um mynd á kápu Ágúst Bjarnason er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1988-1990 og stundaði nám í listasögu við Stockholms Universitet á árunum 1991-93. Þá stundaði Ágúst nám í bókmenntum og heimspeki við Háskóla Íslands á ár- unum 2000-2003. Ágúst hefur haldið fjölmargar sýn- ingar hér á landi á undanförnum árum, m.a. í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum og fengist við fjölbreytt verkefni er snúa að listsköpun. Í verki Ágústs, sem prýðir Skógræktarritið að þessu sinni, er það andblær vorsins sem ræður ríkjum. Kirsu- berjatrén sem nú vaxa sem aldrei fyrr á Íslandi eru víða erlendis tákn vorkomunnar og sumarsins sem fer í hönd. Með hlýnandi veðurfari og auknu skjóli fjölgar vafalaust slíkum yndistrjám sem jafnframt gleðja augað og vekja sumaryl í hjarta. Ritstjórnargrein Útgáfa Skógræktarritsins markar tímamót að þessu sinni. Eitt er að nefna að nú fylgir ritinu fræðslubæklingur- inn Frækornið, er áður var fylgifiskur Laufblaðsins, sem nú er gefið út á vegum félagsins á rafrænu formi. Fræ- kornið hafði strax frá fyrstu tíð ákveðna sérstöðu. Í því er afmarkað viðfangsefni útskýrt á hnitmiðaðan hátt með góðum skýringarmyndum og hefur það sýnt sig að vera afar vinsælt meðal almennings. Það var því nauðsynlegt að finna því framhaldslíf og verður það vonandi gagnlegt og gjöfult lesendum Skógræktarritsins auk annarra rækt- unaráhugamanna. Annað sem rétt er að nefna er að undanfarin fjögur ár hefur verið unnið kappsamlega að því að skanna öll eldri rit félagsins allt frá fyrsta útgáfudegi árið 1932. Prent- smiðjan Viðey ásamt H. Pálsson annaðist skönnun allra gagna en Ragnhildur Freysteinsdóttir hefur haft veg og vanda af prófarkalestri og lagfæringum, þar sem texti í ritunum gat brenglast við vinnsluna og því nauðsynlegt að leiðrétta skrárnar. Fyrirhugað er að eldri árgangar rits- ins verði aðgengilegir öllum þeim fróðleiksfúsu lesendum sem hafa áhuga á ræktunarstarfi. Í tengslum við þessar miklu vinnu mun félagið nú í sumarbyrjun kynna og koma upp vefverslun á heimasíðu sinni, www.skog.is. Þar verð- ur hægt gerast áskrifandi að nýjum ritum á rafrænu formi auk þess sem hægt verður að kaupa eldri rit á vefnum með prenthæfri upplausn. Að vanda er í þessu riti áhugaverðar greinar sem lesendur eiga áreiðanlega eftir að hafa gaman af að lesa í gróand- anum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.